Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 153
Jónas Gíslason
okkar. Enginn verður hinn sami og áður, eftir að hafa mætt hinum
upprisna Kristi í trúnni.
Aldrei nægir það eitt að velta fyrir sér því, sem snertir trúna og heyrir
Guði til. Guð getur aldrei aðeins orðið eins og einhver hlutur, sem ffóðlegt
væri og gaman er að velta fyrir sér. Þegar maðurinn stendur frammi
fyrir Guði, er hann knúinn til þess að taka persónulega afstöðu til hans.
Hann verður að taka afstöðu til þess, hvort hann vill lúta honum, þjóna
honum, lifa honum, eða hvort hann snýr baki við Guði og vill ekki leyfa
honum að umbreyta lífi sínu.
Þess vegna verður lokaspurningin varðandi upprisu Jesú ekki aðeins
umræða um tóma gröf. Hún verður spurningin um það, hvort við höfum
mætt hinum upprisna og lifandi frelsara, hvort við höfum gefizt upp fyrir
honum og gengið honum á vald.
Við stöndum í svipuðum sporum og Sál frá Tarsus forðum utan við
borgarhlið Damaskusborgar. Okkur mun ekki síður en honum reynast
erfitt að spyrna á móti broddunum.
Kristur er sannarlega upprisinn
Þú vilt ef til vill afgreiða upprisufrásöguna með því, að slík saga sé alls
ekki bjóðandi upplýstum nútímamanni; þetta geti aldrei gjörzt.
Hefurðu hugleitt, hverjum var fyrst fluttur upprisuboðskapurinn?
Jerúsalembúum, sem sjálfir höfðu verið viðstaddir krossfestingu og dauða
Jesú. Geturðu hugsað þér áheyrendur, sem erfiðara hefði verið að gabba í
þessum efnum? Þeir höfðu séð hann deyja á krossinum.
En einmitt sama fólkið, sem hafnaði honum og hrópaði krossfestingar-
hrópin yfir honum, sannfærðist um sannleika upprisuboðskaparins. Það
eignaðist lifandi trú á hinn upprisna; þúsundir manna bættust í hóp
þeirra, sem trúðu á Krist.
Ef þú hafnar upprisuboðskapnum á þeim forsendum einum, að hann sé
einstæður og geti því ekki hafa gjörzt, hafnar þú um leið Guði og öllu, sem
hann snertir. Sé Guð til, hlýtur hann að vera einstæður, metið með mann-
legum augum. Hann bindur okkur við lögmál hins skapaða heims, en
sjálfur hlýtur hann að geta verið óbundinn af þeim. Ef Guð kýs að koma inn
í mannheim í mannlegu holdi, er hann óbundinn af þeim lögmálum, sem
gilda um fæðingu manna. Hið einstæða getur aldrei verið rök fyrir því að
hafna Guði; hið einstæða væri öllu heldur rök fyrir tilveru Guðs; Guð hlýtur
að vera einstæður.
Vandamál trúarinnar verða aldrei leyst með fullgildum sönnunum. En
ég get bent þér á sömu leið og milljónir manna um allan heim á öllum
öldum hafa farið: Reyndu, prófaðu, hvort boðskapurinn sé sannur.
151
L