Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 36
„Sjáið merkið, Kristur kemur, krossins tákn hann ber“
sem birtist oss mönnunum í syni hans, Jesú Kristi. Það var þess vegna, cð
ég gekk honum á hönd. Það er þess vegna, að ég er kristinn.12
Þannig hófst trúarvitnisburður Jónasar. Hann var einfaldur en skýr og
sló strax þá strengi sem hafa verið einkennandi fyrir prédikun Jónasar
allt til þessa dags; köllun til eftirfylgdar við Krist og áhersla á óverð-
skuldaða náð Guðs, syndugum manni til hjálpræðis.
Þegar flestir stofnendur KFGR luku námi í Gagnfræðaskóla Reykja-
víkur varð fljótlega ljóst að sú hætta var fyrir hendi að félagið lognaðist út
af ef ekkert yrði að gert. Þetta gerðu félagsmenn í KSF sér grein fyrir og á
fundi í félaginu haustið 1945 var samþykkt að mæla með því að stofiiað
yrði nýtt félag sem sameinað gæti kristið skólafólk í hinum mismunandi
framhaldsskólum í Reykjavík og nágrenni. Þetta leiddi til þess, eftir tals-
verðar vangaveltur, að Kristileg skólasamtök (KSS) voru stofnuð í janúar
1946 og var Jónas Gíslason kjörinn fyrsti formaður félagsins.
Að vissu leyti má segja að stofnun KSS hafi verið framhald og útvíkkun
á starfi KFGR, enda hóf KSS þegar í stað kristilega fundi fyrir
skólanemendur, tók að sér að skipuleggja kristilegu skólamótin og hélt
áfram útgáfu Kristilegs skólablaðs, en ritstjóri þess var áfram sá sami
og áður, Sigurður A. Magnússon, síðar rithöfundur.13
Þar sem Jónas lauk um þessar mundir stúdentspróíi hætti hann um
haustið sem formaður KSS. En það er til marks um þá leiðtogahæfileika
sem menn sáu búa í honum að hann var kosinn formaður KSF strax
sama haust er hann innritaðist í guðfræðideildina. Næsta ár var hann
einnig kjörinn í stjórn Sambands íslenskra kristniboðsfélaga (SIK).
Bræðralag og trúarstefnur
Ekki voru nema tveir aðrir stúdentar sem innrituðust í guðfræðideildina
um leið og Jónas og einungis sex nemendur voru þar fyrir. Virðist mega
túlka það svo, að kirkjan hafi ekki þótt sérlega fýsilegur starfsvettvangur
um þær mundir. Nýguðfræði var enn nær alls ráðandi innan kirkjunnar og
guðfræðideildar, en hart var deilt á þá stefnu af ýmsum forsvarsmönnum
KFUM og SÍK, ekki hvað síst í tímaritinu Bjarma sem þeir félagar
Ástráður, Bjarni Eyjólfsson og Gunnar Sigurjónsson ritstýrðu.
Nokkur tímamót markaði það, haustið 1943, er sr. Sigurbjörn
Einarsson var settur dósent í trúfræði og kennimannlegri guðfræði við
19
Kristilegt skólablað, 1. tbl. 1. árg. bls. 7.
13 Kristileg skólamót á vegum KSS eru haldin enn þann dag í dag að vori og hausti.
Sömuleiðis kemur Kristilegt skólablað að jafhaði út einu sinni á ári en ber nú heitið
Okkar á milli.
34