Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 122
Er Guð undrandi?
VI
Mig langar til þess að leggja áherzlu á tvennt: Orð Guðs og bænina.
Orð Guðs er eini grundvöllur alls starfs okkar, allrar boðunar okkar.
Við boðum Krist, krossfestan og upprisinn frelsara, einu von mannkyns
til samfélags við Guð um alla eilííð. Hann sagði sjálfur: Ég er vegurinn,
sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til fóðurins nema fyrir mig. Taktu
eftir: Enginn nema fyrir mig. Enginn annar Guð er til, sem frelsar. Við
getum ekkert annað nafn nefnt, sem við megum fyrir hólpin verða.
Þess vegna á prédikun okkar, já allt líf okkar, að benda á hann, gjöra
Krist vegsamlegan, svo að Heilagur Andi geti skapað trúna í
mannshjörtunum. Jesús er eini öruggi grundvöllurinn, sem við getum
byggt líf okkar á.
VII
Svo er það bænin. Við getum aldrei ofmetið gildi hennar, hún er andans
andardráttur og þarf að verða óslítandi þáttur — á milli okkar og Guðs.
Hefurðu veitt því athygli, hve mikið er rætt um bænina og gildi hennar
í Nýja testamentinu?
Jesús gefur sjö fyrirheit um bænina í skilnaðarræðum sínum í 14.-16.
kafla Jóh. Þar gefur hann stórkostleg fyrirheit um bænina. Lestu þessa
kafla, er þú kemur heim í kvöld.
Páll hvetur 59 sinnum til bænar og fyrirbænar í bréfum sínum. Sjálfur
segist hann biðja án afláts fyrir söfiiuðum sínum. Við getum mikið af
honum lært um bænina og gildi hennar.
Sú líking hefur verið notuð um bænina, að hún hafi sama gildi í starfinu
fyrir Guðs ríki og stórskotalið hefur í stríði. Áður en ráðizt er til atlögu
gegn andstæðingnum eru varnir hans veiktar með öflugri og stöðugri
stórskotahríð. Síðan er ráðizt til atlögu með hernum til þess endanlega að
yfirbuga óvininn.
I Guðs ríki verður að undirbúa allt starf með mikilli bæn, fyrirbæn fyrir
því sem unnið skal, fyrir Guðs ríki — í trausti til fyrirheita Guðs.
Mér kemur til hugar danskt ljóð um bænina. Þar segir m.a. svo í laus-
legri þýðingu:
Er enn til fólk, sem kann að biðja
— á Englandi — Frakklandi — Þýzkalandi — í
Skandinavíu?
Kannski bara eitt hundrað fyrirbiðjendur?
— Ég á ekki við fólk — sem getur lesið bænir.
Nóg er til af slíku fólki —
120