Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Qupperneq 146
Upprisan
að sanna einhvern hlut verður að vera hægt að endurtaka sömu tilraun og
fá sömu niðurstöðu hverju sinni, ef sömu aðferðum er beitt. En þannig væri
aldrei hægt að sanna hið einstæða, það, sem á sér enga hhðstæðu í
mannlegu lífi. Samkvæmt þessari skilgreiningu er ekki hægt að sanna
upprisu Krists óvefengjanlega.
Hitt er staðreynd, að hægt er að benda á afar sterk rök fyrir því, að
Kristur hafi raunverulega risið upp frá dauðum á einstæðan hátt.
Langar mig til þess í eftirfarandi máli að benda á það, sem að mínu
mati skiptir mestu máli og hefur sannfært mig um, að frásagnir Biblí-
unnar um upprisu Krists séu sannar.
Vitnisburður Nýja testamentisins um upprisuna
Lítum fyrst á, hvernig upprisan er vottfest í Nýja testamentinu.
Öll guðspjöllin greina frá upprisu Jesú og frásögnum þeirra ber saman
í meginatriðum, en þó er sá eðlilegi munur á þeim, sem einkennir
mismunandi frásagnir margra sjónarvotta. Er konurnar, sem verið höíðu
í lærisveinahópi Jesú, fóru út að gröf hans árla morguns á sunnudegi til
þess að búa líkama hans endanlega til greftrunar, fundu þær tóma gröf,
varðmennirnir voru flúnir og þær sáu engla við gröfina, sem fluttu þeim
upprisuboðskapinn. Enginn postulanna tólf var með í hópnum. Konurnar
hlupu því til baka til þess að flytja þeim tíðindin.
Þegar postularnir komu út að gröfinni, sáu þeir allt hið sama og
konurnar höíðu sagt þeim. Þeir virðast þó hafa verið í miklum vafa um,
hvað gjörzt hefði; — konur voru ekki taldar öruggir vottar á þeim tímum!
Postularnir létu ekki sannfærast um upprisuna fyrr en seinna þennan
sama dag, er þeir mættu hinum upprisna Jesú; þá trúðu þeir loks. Þetta
sést t.d. af frásögunni í 24. kafla Lúkasarguðspjalls. Þar er sagt frá
lærisveinum, sem höfðu heyrt boðskap upprisunnar, en trúðu honum ekki,
fyrr en þeir mættu sjálfir hinum upprisna.
Páll postuli gjörir skilmerkilega grein fyrir því, hverjir gætu vottað
upprisu Jesú. í fyrra bréfi hans til Korintumanna lesum við: „Ég minni
yður, bræður, á fagnaðarerindi það, sem ég boðaði yður, sem þér og veittuð
viðtöku og þér einnig standið stöðugir í. Fyrir það verðið þér og hólpnir ef
þér haldið fast við orðið, fagnaðarerindið, sem ég boðaði yður, og hafið ekki
ófyrirsynju trúna tekið. Því það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég
einnig hef meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritning-
unum, að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt
ritningunum og að hann birtist Kefasi, síðan þeim tólf. Því næst birtist
hann meira en fimm hundruð bræðrum í einu, sem flestir eru á lífi allt til
þessa, en nokkrir eru sofnaðir. Síðan birtist hann Jakobi, því næst
144