Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Síða 61
Jónas Gíslason
í einu vetfangi hrynja allar áætlanir biskupsins gamla í rúst.
Hann tekur þetta afar nærri sér. Nokkrir dagar líða svo, að hann sést
ekki fara út úr húsi. Og hann er óvenju lotinn og stirður, er hann loksins
birtist.
Vonbrigðin leyna sér hvergi. Augun virðast eins og brostin.
En hann herðir sig upp.
Enda væri það ólíkt Ögmundi Pálssyni að gefast upp, þótt móti blási,
og nú ber brýna nauðsyn til þess að taka réttar ákvarðanir.
Hann réttir úr sér. Nú þarf að endurmeta aðstæður og bregðast rétt við
þessum óvænta vanda.
Gamli biskupinn virðist eilítið léttari í spori og bakið ívið beinna, er
hann hverfur aftur til stofu. Hann setzt niður og hugsar ráð sitt á ný.
Og hann tekur ákvörðun. Allar ráðagjörðir um að leggja niður embætti
eru úr sögunni um sinn. Hann hefur ekkert biskupsefni lengur, sem hann
getur fullkomlega treyst. Því verður hann að bíða og sjá, hverju fram
vindur.
Vart er að efa, að biskup verður enn varari um sig en áður og hætt er
við aukinni tortryggni hans gagnvart ungu mönnunum, enda þótt honum
sé alls ekki ljóst, hver kvöldiðja þeirra er.
Þeim verður því fljótlega ljóst, að of mikil áhætta fylgir því að halda
þýðingarstarfinu áfram í Skálholti. Lokið er þýðingu Matteusarguðspjalls.
Eftir að þeir hafa rætt málin, er ákveðið, að Oddur fari burt og ljúki
þýðingunni annars staðar.
En tengslin haldast, einkum milli Odds og Gizurar. Það sýna varðveitt
bréf, sem gengu milli þeirra.
í einu þeirra segist Gizur senda Oddi sýnishorn af „Lofsöng Maríu“ í
fyrsta kafla Lúkasarguðspjalls. Eflaust hefur fleira farið milli þeirra um
þessi efni.
Ekki er með vissu vitað, hvar Oddur heldur þýðingu sinni áfram, en
utan fer hann sumarið 1539. Sennilega lýkur hann þýðingunni úti í
Kaupmannahöfn um veturinn, en vorið 1540 kemur Nýja testamentið út
og er þannig elzta varðveitta bók prentuð á íslenzku.
Síðan eru liðin 450 ár.
VII
Hér hefur birzt í fáeinum svipmyndum brot af mikilli sögu á helgum
stað.
Ungir menn eignast trúarsannfæringu og taka mikla áhættu. Þeir geta
tekið sér í munn orð frumpostulanna:
Vér getum ekki annað en talað það, sem vér höfum séð og heyrt.
59