Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Síða 158
Um Postulasöguna
frásagnirnar, vann úr þeim og felldi þær síðan saman í samfellda sögu.
Hann beitti þannig sagnfræðilegum aðferðum í ritun sinni.
Og guðspjallið er ritað fyrir ákveðinn mann af tignum ættum, Þeófílus,
en ekkert er frekar vitað um hann.
I inngangi Postulasögunnar nefnir Lúkas sama mann og fyrri frásögu
sína, Post. 1:1—2, um leið og hann tengir beint við lokavers guðspjalls
síns, frá 24:49:
„Fyrri frásögu mína, Þeófílus, samdi ég um allt, sem Jesús gjörði og
kenndi frá upphafi, allt til þess dags, er hann gaf postulunum, sem hann
hafði valið, fyrirmæli sín fyrir heilagan anda og varð uppnuminn.
Er á söguna líður, leynir sér ekki, að höfundur hennar er náinn sam-
starfsmaður Páls postula. Athygli vekja þeir kaflar frásögunnar, þar
sem höfundur fer skyndilega að tala í fyrstu persónu, hættir að segja þeir,
en segir þess í stað vér. Þessir vér-kaflar eru: 16:10-17; 20: 5-15; 21:1-
18; 27:1-28:16.
Að öðru leyti er næsta lítið vitað með vissu um Lúkas sjálfan. Oftast
hefur verið talið, að hann hafi verið ættaður írá Antíokkíu, en sumir hafa
þó bent á, að ef til vill hafi hann verið frá Makedóníu, kannski Antíokkíu-
maður af makedónskum uppruna. Hann mun hafa starfað um skeið í
borginni Filippí. Hann var náinn samstarfsmaður Páls postula og mikils
metinn af honum. í Kól. 4:14 segir Páll um hann: „. . .læknirinn elskaði."
Hann er einnig nefndur í 2.Tím. 4:11 og Fílemon 24.
Þetta verður að nægja um höfund Postulasögunnar.
Ritunartími
Skoðanir manna hafa verið nokkuð skiptar um ritunartíma Postula-
sögunnar, en nú mun almennt talið, að hún sé rituð nærri 64 e.Kr., eins og
segir í yfirlitinu um Postulasöguna í nýju biblíuþýðingunni, þ.e.a.s. um
svipað leyti og ævi Páls lauk.
Heimildir höfundar
Hluti Postulasögunnar er frásögn sjónarvotts, er lýsir atburðum í
fyrstu persónu. Hann kemur fyrst til sögunnar í upphafi 16. kafla, þegar
Páll fær köllunina til þess að koma yfir til Evrópu með fagnaðarerindið.
Lesum upphaf fyrsta „vér-kaflans“ í Post. 16: 6-10:
„Þeir fóru um Frýgíu og Galataland, því heilagur andi varnaði þeim að
boða orðið í Asíu. Og sem þeir voru komnir að Mýsíu, reyndu þeir að fara
til Biþýníu, en andi Jesú leyfði það eigi. Þeir fóru þá um Mýsíu og komu til
Tróas. Um nóttina birtist Páli sýn: Maður nokkur makedónskur stóð hjá
156