Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 125
Jónas Gíslason
Þetta er alvarleg spurning, sem knýr okkur til sjálfsprófunar, okkur
sem viljum í sannleika vera lærisveinar hans.
Mætum við fólki með dómsýki og hroka, með sjálfumgleði faríseans? Eða
mætum við þeim með kærleika Krists, í fyrirgefningu?
Gleymum aldrei, að Jesús rak engan frá sér, sem til hans leitaði í þörf.
Hann auðsýndi náð og miskunn hverjum þeim sem leitaði til hans.
Gjörum við það?
XI
Kristnu vinir!
Guð undrast hálfvelgju okkar, lærisveina hans, hversu oft við erum
áhugalítil og sein til í þjónustunni við hann. Enn undrast hann, hve fá
okkar eru reiðubúin að skerast í leikinn, skipa sér í skörðin, endurreisa
múra hans.
Hvað getum við gjört? Hvernig getum við eytt hálfVelgjunni?
Guð er eldur. Ef við höldum okkur nógu nærri honum eyðir hann
hálfVelgjunni og kveikir í okkur.
Þá verður vakning, og hún er ætíð verk Hailags Anda.
Trúaði kristni vinur!
Kannski er kominn tími til þess, að við endurnýjum heit okkar við Guð,
rísum á fætur til þess að hylla Krist og bjóða okkur fram til heilshugar
þjónustu við hann?
Og þú líka, vinur minn, sem enn hefur ekki gengið til virkrar þjónustu
við hann, enn hefur ekki eignast lifandi trú á Krist!
Jesús kallar þig í kvöld til fylgdar við sig. Hlýddu kalli hans. Rís á
fætur og gakk honum á hönd. Ef þú finnur Guð tala til þín fyrir Heilagan
Anda gættu þess þá að daufheyrast ekki við kalli hans. Hlýddu kalli
hans, komdu og slástu í hóp lærisveina hans.
í kvöld getur hafizt nýr kafli í lífi þínu, í kvöld getur líka hafizt nýr
kafli í sögu kristinnar kirkju á Islandi.
Við viljum leggja áherzlu á uppbyggingu lifandi safnaða næsta
áratuginn.
En þá verðum við að ganga í okkur sjálf, iðrast synda okkar og
misgjörða og játa þörf okkar á náð hans og miskunn. Göngum fram í ljós
Guðs, og framgöngum síðan í ljósi hans, í öllu okkar lífi.
Rísum nú á fætur og syngjum öll saman: Hyllum konunginn Krist! Og
gjörum þennan söng að játningu okkar.
Guð blessi þig.
Amen.
V
123