Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 88
Deilur um Odda
málabréfi, sem gjört er við brúðkaup Þórunnar systur hans 12. nóvember
1526,46 þótt hann hins vegar virðist vera höfuð ættar sinnar. Síðar aftur
á móti, þegar þessi sama systir hans lendir í deilum út af arfsmálum, er
það síra Jón, sem tekur að sér mál hennar.47
Til hins sama benda deilur hans við Ögmund biskup, sem koma til
dóms í júní 1528. Um hvað standa þær deilur? Athugum nánar, hvað í
dómnum segir:
„ . . . vorum vér í dóm nefndir af ærlegum herra og andlegum föður,
herra Ögmundi með Guðs náð biskup í Skálholti, að skoða og rannsaka og
fullnaðardóm á að leggja, hverja meðgjörð honum eða öðrum löglegum Skál-
holtsbiskupum bæri að hafa yfir Oddastað eða öðrum þeim, er erkibiskups-
veizla er á í Skálholtsbiskupsdæmi, þá rannsökuðum vér þetta mál frá
upphafi og til enda, og kunnum vér hvergi að finna annað í gömlu registri
heilagrar Skálholts kirkju, en Skálholtsbiskupar hafi alla lögsögu yfir
þeirri kirkju haft sem öllum öðrum þeim, er í Skálholtsbiskupsdæmi
liggja, því að heilags anda náð til vor kallaðri, að svo prófuðu og fyrir oss
komna, dæmum vér áðurskrifaðir dómsmenn með fullu dóms atkvæði áður
skrifaðan herra Ögmund hafa mátt réttilega taka að sér Oddastað með
þeirri innistæðu, sem honum tilheyröi, og setja þar ræktara og ráðsmann
fyrir og kennimenn, Guðs tíðum að halda, svara skurði öllum og eignast
ávöxt allan, bítala allar löglegar skuldir og gjalda aftur svo mikla
innistæðu, sem hann tók. Væru og nokkrir þeir, sem ranglega hefðu haft
frá kirkjunni, þá skyldi biskupinn auðveldlega gjöra þeim lög og rétt, sem
löglegur eignarmaður af erkibiskupsins hendi, og því leizt oss öllum æ
jafnan vera eiga. Því leizt oss með engu móti staðirnir ráðstafalausir blífa
mega.“48
Hér er sagt, að Skálholtsbiskup hafi leyfi til, og sé beinlínis skylt, að
sjá til, að kirkjustaðir séu ekki forsjárlausir. Þess vegna verði hann að
skipa þar forstöðumenn, ef staðarhaldari er fjarverandi. Þetta gildir jafnt
um staði, sem erkibiskup veiti, og aðra. Þetta hefur Ögmundur gjört í
Odda, því staðurinn hefði að örðum kosti verið forsjárlaus næstliðin fjögur
ár. Ögmundur vefengir á engan hátt skýlausan rétt erkibiskups til að
veita staðinn.
46 Di-IX: 258.
47 DI-Dí: 421, 429.
48 DI-IX:378.
86