Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 87
Jónas Gíslason
Skálholtsstikti fyrir síra Jón Einarsson. Og þaðan í frá voru þeir sem
beztu ástvinir allt til þeirra dauðadags.“41
Þessi frásaga er tvímælalaust rétt. Síra Jón Arason hafði áður haft
veitingu fyrir Oddanum og hefur hjálpað síra Jóni Einarssyni til að fá
staðinn eftir sig. Má telja vafalítið, að orð Jóns biskups Arasonar megi sín
meira hjá erkibiskupi en meðmæli Ögmundar biskups með síra Halli
Þorsteinssyni. Oddi hefur verið síra Jóni Einarssyni nokkur raunabót,
fyrst hann missti af Hólastóli.
Um vináttu þeirra nafnanna upp frá þessu þarf ekki að efast. Má geta
þess, að síra Jón Einarsson er viðstaddur brúðkaup Helgu Jónsdóttur og
Eyjólfs í Dal Einarssonar, sem haldið er heima á Hólum. Er hann nefndur
meðal votta að kaupmála þeirra hjóna 30. nóvember 1531.420g þegar
síra Magnús Jónsson á Grenjaðarstað tekur Kristínu Vigfúsdóttur,
hirðstjóra á Hlíðarenda Erlendssonar, sér til fylgilags 4. september 1533,
gefur Jón biskup Arason jarðir fyrir son sinn, og þá er síra Jón Einars-
son enn viðstaddur og talinn meðal fremstu votta.43 Benda þessi dæmi til
vináttu, sem haldizt hefur allt til dauðadags, enda gæti óvinátta
Ögmundar biskups við síra Jón Einarsson einmitt að nokkru stafað af
þessari vináttu.
Þó er rétt að nefna, að bréf frá alþingi til Friðriks konungs I. dagsett 30.
júní 153044 er með hendi síra Jóns Einarssonar, samkvæmt mati Árna
Magnússonar í bréfaskrá, 3. lið,45 en í því bréfi er Ara Jónssyni hafiiað
sem lögmanni. Ætla má, að síra Jón hafi verið fenginn til að skrifa bréfið,
af því að hann hefur kunnað hrafl í dönsku. Bréfritunin gæti bent til minni
vináttu en talin hefur verið þeirra í milli.
V
Eftir þessi málalok í Noregi kemur síra Jón Einarsson ekkert við bréf
eða gjörninga á Islandi í fjögur ár eða fyrr en 23. marz 1528. Ekkert er
vitað með vissu, hvar síra Jón Einarsson hefur dvalizt þennan tíma eða
hvað á daga hans hefur drifið. Þó má telja líklegt, að hann hafi dvalizt
ytra lengst af þessu tímabili eða fram á sumar eða haust 1527. Til
staðfestingar þessu má benda á, að síra Jóns er að engu getið í kaup-
41 BBmf-II: 331, 320-1.
42DI-IX: 495.
43 DI-DÍ: 562.
44 DI-IX:443.
45 DI-IX:379, aths. Árna Magnússonar.
85