Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 110
Orlagastund Evrópu
Þessi fyrirheiti eru bundin bæninni í Jesú nafni. Og bænin er beittasta
vopnið, sem okkur er gefið af Guði, ásamt Orði hans. Bænin upplýkur
Orðinu og gefur okkur skilning á því.
En við verðum að ljúka Orðinu upp. Meðan Biblían er aðeins lokuð bók,
sem liggur ónotuð uppi í skáp, veitir hún enga orku, ekki frekar en
háhitasvæðið við Kröflu með lokaðar borholur.
VI
Hvað með okkur, mig og þig? Erum við staðfastir fyrirbiðjendur fyrir
landi og þjóð? Fyrir Evrópu? Fyrir útbreiðslu ríkis Guðs hér á jörð? Erum
við opinn farvegur náðar Guðs?
Eða líkjumst við mest misheppnaðri Kröfluvirkjun og bðum fyrir orku-
skort?
Við komum hér saman frá mörgum mismunandi kirkjum og sam-
félögum Hvað með okkur? Erum við fyllt krafti Guðs? Lesum við Orðið í
bæn til Guðs?
Jesús líkti eitt sinn faríseunum við kalkaðar grafir, skreyttar að utan,
en hið innra fullar af dauðra manna beinum.
Gildir sú lýsing okkur? Prófum okkur!
Evrópa þjáist af orkuskorti. Tengslin við orkulind Guðs eru of lítil. Við
verðum að leyfa Guði að hreinsa okkur og gjöra okkur að blessun fyrir
aðra. Við erum verkfærin, sem hann hefur kosið sér til að endurlífga
Evrópu, svo að hún snúi sér aftur til Guðs.
VII
Vinur minn!
Þú ert kannski eins og ég? Finnur þig veikan og vanmegnugan?
Finnur dóm Guðs ganga yfir líf þitt?
Hvernig getum við axlað slíka ábyrgð?
Má ég flytja þér gleðifregn frá Drottni?
Guð spyr alls ekki um kraft þinn. Það er útbreiddur misskilningur, að
við eigum að verða sterk, í okkur sjálfum. Við erum veik. Það þekkjum við
bezt sjálf.
En við eigum að biðja Guð um, að hann verði sterkur, í okkur veikum.
Hann á að vaxa, en við að minnka.
Leyfum Guði að vinna verk sitt í okkur, og með okkur, gjöra okkur að
opnum farvegi náðar sinnar. Við þurfum aldrei að hjálpa Guði, hann þarf
að að hjálpa okkur. Við þörnumst hjálpar hans, hann ekki okkar.
108