Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 182
Handritakappinn
Handritin vöktu mikla athygli á Vesturlöndum og kveiktu löngun
manna til frekari rannsókna á fornum menningararfi sínum. Þar með var
lagður grundvöllur að 'renaisansinum' eða endurreisnarstefnunni, sem
leitaði uppruna síns í gömlum handritum.
A Norðurlöndum var fátt um handrit utan Islands. Þegar íslenzkir
menntamenn fóru að kynna umheiminum handritaauðæfin, vaknaði
skyndilega áhugi á íslenzkum handritum.
Konungur vildi eignast sem flest handrit og gjörði út menn til að afla
þeirra.“
„Eftir því sem menn eignuðust fleiri íslenzk handrit, fór mörgum
fljótlega að finnast, að það væri alltof þröng skilgreining að kalla þau
íslenzk og það þótti tæplega nógu fínt heldur. Réttara væri að kalla þau
samnorrænan eða jafnvel samgermanskan menningararf. Allir vildu eiga
hlut í þessum fornu menningargersemum.
Danskir og sænskir ffæðimenn gátu deilt um, hvort heldur handritin
væru dönsk eða sænsk og á öldinni, sem leið, komu fram raddir í Noregi
um, að handritin hefðu alla tíð verið fornnorskur menningararfur, enda
séu þau rituð á 'gammelnorsk'!
Sannarlega fór svo, að 'allir vildu Lilju kveðið hafa'.
Þá var það sem Grundtvig minnti menn á, að handritin væru — og
hefðu alltaf verið — íslenzk.'
Auðfundið var, að hér talaði maður, sem rækilega hafði kynnt sér sögu
handritanna og gjörþekkti hana.
Ég bað Bjarna að segja mér, hvernig hann hefði beitt sér i handrita-
málinu.
„Upphaf þátttöku minnar var erindi, er ég flutti í danska útvarpið
1938, þar sem ég setti fram þá hugmynd, að Danir gæfu íslendingum
handritin sem vinargjöf, en það var að lokum sú lausn, sem valin var,
eftir miklar deilur.
Kveikjuna að þessari hugmynd sótti ég til nýnorrænu stefnunnar, er
vildi verjast yfirgangi nazista.“
Bjarni var hógvær og gjörði sem minnnst úr framlagi sínu til lausnar
handritamálsins, en ég veit betur.
Tillagan um vinargjöfina mætti mikilli andstöðu, ekki sízt hjá ýmsum
sérfræðingum í norrænum fræðum, sem gátu ekki hugsað sér, að handritin
yrðu flutt frá Danmörku.
Baráttan hélt áfram og lýðháskólahreyfingin var jafnan í fararbroddi í
baráttunni fyrir afhendingu handritanna sem vinargjafar til íslands.
Margir fundir voru haldnir víðs vegar um Danmörku, þar sem tekizt var
á um málið.
180