Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 124
Er Guð undrandi?
séð hve boðskapur þess er stórkostlegur, dásamlegur? Og ég brosti til
hans: Galatabréfið er eitt af uppáhaldsritum mínum í Biblíunni!
IX
Okkur er hollt að muna, að raunverulega er til önnur Biblíuútgáfa, sem
enginn kemst hjá að lesa. Hún er líf okkar trúaðra kristinna manna, það á
að sýna Krist. Jesús hefur sjálfur sagt, að heimurinn hafi leyfi til þess að
dæma um sannleika boðskapar síns, út frá innbyrðis kærleika okkar,
kristinna mann! Hefurðu gjört þér grein fyrir því?
Þá skiptir miklu máli, að sú Biblíuútgáfa sé rétt, boði Krist. Mér finnst
það ótrúlegt, að menn geti séð Krist er þeir mæta okkur. En má ég minna
þig á orð Páls í 2.Kor. 3:2-3: „Þér eruð vort bréf, ritað á hjörtu vor, þekkt
og lesið af öllum mönnum. Þér sýnið ljóslega, að þér eruð bréf Krists, sem
vér höfum unnið að, ekki skrifað með bleki, heldur með anda lifanda Guðs,
ekki á steinspjöld, heldur á hjartaspjöld úr holdi.“
Raunverulega má segja, að við gegnum sama hlutverki gagnvart Guði,
eins og tunglið gagnvart sólunni. Tunglið ber enga birtu af sjálfu sér, en
þegar sólin skín á það, endurvarpar það sólarljósinu til jarðarinnar.
Við berum enga birtu í okkur sjálfum, en ef dýrð Guðs fær að skína á
okkur, berum við endurskin dýrðar hans. Þá sjá menn Guð í okkur.
Þegar Móse gekk upp á fjallið, til fundar við Guð, fékk hann andartak að
sjá bak Guðs — meiri dýrð þoldi hann ekki.
Og hver varð árangurinn?
Er hann kom niður af 5allinu. var andlit hans skínandi, svo að
Israelsmenn þoldu ekki að líta auglit hans. Hann endurvarpaði dýrð Guðs.
Þannig geta aðrir séð Guð í okkur — öðru vísi ekki.
Ætli við verðum ekki lítil frammi fyrir hástóli Guðs er þetta lýkst upp
fyrir okkur? En þannig er það, og gætum þess, að aldrei nægir
vitnisburður í orði, sem líf okkar styður ekki, Eitt sinn var sagt við
kristinn mann: Líf þitt talar svo hátt, að ég heyri ekki, hvað þú segir!
Skyldi það verða sagt um okkur, með réttu?
X
Kristnu vinir!
Við erum erindrekar Krists hér á jörðu.
Hvernig mætum við þeim, sem eiga ekki trúna, þekkja hann ekki? Mér
kemur í hug dæmisaga Jesú um týnda soninn. Hvað hefði gjörzt, ef hann
hefði mætt eldri bróður sínum í stað fóður síns?
122