Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 67
Jónas Gíslason
með þökkum. Árið eftir hlaut hann meistaranafnbót við Kaupmanna-
hafnarháskóla, sem jafngildir doktorsgráðu.
Brynjólfur dvaldist við skólann í Hróarskeldu næstu sex ár; vart mun
hann þó hafa hugsað sér að gjöra kennslu að ævistarfi; hugur hans stefndi
til frekara lærdóms úti í hinum stóra heimi. Þá var venja, að konungur
veitti árlega íjórum stúdentum styrk til utanfarar til framhaldsnáms. Er
Brynjólfur leitaði til fyrrverandi kennara síns og óskaði eftir að fá slíkan
styrk, fékk hann synjun; slíkur styrkur væri einvörðungu ætlaður dönsk-
um stúdentum. Fer vart milli mála, að gætt hafi beizkju vegna ófaranna í
rökræðunum forðum. Samstarfsmenn Brynjólfs í Hróarskeldu skutu þá
saman og hétu honum árlegum styrk, svo að hann kæmist utan; sagði
Brynjólfur þá embætti sínu lausu og tók að tygja sig til ferðar.
Brynjólfur hélt aftur út til íslands, nánast til þess að kveðja; móðir hans
var látin tveimur árum áður. Mun hann hafa ætlað að selja móðurarfinn
sem og aðrar eignir til þess að drýgja farareyri sinn, svo að síður skorti fé.
Nú var mjög umskipt um móttökur á íslandi; er hann kom til alþingis,
var honum virðing sýnd. Og á alþingi gjörðist sá atburður er átti eftir aö
gjörbreyta lífi hans.
IV
Gísli biskup í Skálholti tók skyndilega sótt þunga og andaðist í
Þingvallakirkju, skömmu eftir að Brynjólfur kom til þings. Var þá þegar
tekið að ræða um eftirmann hans, og kom nafn Brynjólfs mjög fram í þeim
umræðum.
En Brynjólfur var nú eigi lengur fýsandi embættisins; er tignarmenn
fylgdu líki hins látna biskups til Skálholts, hélt hann vestur í Borgarfjörð.
Að lokinni útfór biskups gengu kennimenn til biskupskjörs og völdu
Brynjólf; barst honum kjörbréfið, er hann var staddur í Stafholti, og varð
honum til lítillar gleði, því að það gekk þvert á allar framtíðaráætlanir
hans. Kvaðst Brynjólfur að vísu fús til þess að bera bréfið utan til konungs
að beiðni landsmanna, en sagðist jafnframt mundu láta fylgja því eigið
afsökunarbréf, þar sem hann bæðist undan þessum vanda. Hélt hann
vestur á firði og síðan norður, áður en hann lét í haf og hélt utan til
Kaupmannahafnar.
Er Brynjólfur kom utan, var það fyrsta verk hans að afhenda kanzlara
konungs kjörbréfið, ásamt löngu afsökunarbréfi hans sjálfs, rituðu á
latínu, þar sem hann skoraðist undan að takast á hendur þetta vanda-
sama embætti. Taldi hann nám sitt hafa miðað að allt öðru ævistarfi, enda
séu sér færari menn á Islandi að setjast á biskupsstól.
65