Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Síða 184
Handritakappinn
Hann haföi algjörlega gleymt stað og stund, meðan hann sagði mér frá,
og svipur hans varð dreymandi.
Það leyndi sér ekki, að hjarta hans sló að baki allrar frásögunnar.
Það var lítil hætta á, að Bjarni gleymdist, meðan átökin um handritin
enn stóðu jrfir. Þá þurftu menn á að halda málflutningi þess manns, er
þekkti — og skildi — danska þjóðarsál betur en flestir aðrir og rataði því
réttu leiðina inn að hjarta danskrar alþýðu, sem í þessu máli gjörði sér
grein fyrir, að enga lausn handritamálsins var að finna eftir leiðum
lögfræðinnar. Ef lagarök ein hefðu gilt, hefði engum handritum verið skilað
til íslands.
Sum mál verða aðeins leyst með hjartanu. Handritamálið var eitt
þeirra. Þar var um að ræða lamb fátæka mannsins. Almenningur skildi
málflutning hans og féllst á rök hans — rök hjartans. Þess vegna munaði
svo mjög um hann.
Síðan lauk handritamálinu. Þá kom í ljós, að sumir voru fljótir að
gleyma. Þá kom það æ oftar fyrir, að Bjarni gleymdist, því að hann var
ekki að trana sér fram eða mikla sinn hlut.
Þá stigu aðrir menn fram, er lítið höfðu látið að sér kveða, meðan stríðið
stóð, og reyndu að koma sjálfum sér á framfæri og mikla eigin hlut. Ég
fann, að Bjarna sveið oft ýmislegt af því, er sagt var og ritað um
handritamálið og sögu þess, þegar réttu máli var hallað.
Ég hvatti hann til að rita sögu handritamálsins, eins og hún horfði við
honum. En hann var tregur til. Handritamálinu var lokið að fullu lokið —
með sigri. Nú langaði hann til að sinna þeirri köllun, sem hann hafði snúið
baki við, er hann gekk handritamálinu á hönd. Hann var með skáldsögu í
smíðum, er lokakallið kom.
Ég man seinustu bónina, er hann bað mig um. Hann bað mig um að
útvega sér greinargott kort af norðausturhluta íslands. Mér var ánægja
að því að geta orðið við þessari bón hans, þótt ég fyndi til nokkurra
vonbrigða. Handritamálinu var lokið og ísland hafði náð takmarki sínu:
Handritin voru komin heim.
Bjarna fannst tími kominn til að taka aftur upp þráðinn, sem hann hafði
látið niður falla, meðan handritamálið tók allan áhuga hans, tíma og
krafta. Nú gat hann aftur farið að þjóna eigin sáldagáfu með góðri
samvizku og hann hlakkaði til.
Svo fór þó ekki. Með lausn handritamálsins, var ævistarf hans á enda.
Köllunarstarfi hans var lokið.
Ég vona, að íslenzk þjóð gleymi aldrei þætti hans í lausn þess, heldur
verði nafn hans skráð við hlið þeirra manna annarra, er unnið hafa að
eflingu íslenzkrar menningar og sögu. Ég þori að fullyrða, að enginn
182