Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 192
Hann var drengur góður
Ég hafði nokkra sérstöðu í hópnum, því að ég lagði ríka áherzlu á, að
skylt væri að taka alvarlega tvíþætt kærleiksboð Jesú Krists um elskuna
til Guðs og náungans og reyna að móta þjóðfélagið sem mest í anda þess.
Við ræddum mikið um pólitík. Ég minnist þess, að eitt sinn ákváðum við,
að við skyldum hver um sig svara skriflega eftirfarandi spurningu: 'Hve
langt á ríkisvaldið að ganga inn á athafnasvið einstaklingsins?'
Ég er svo undarlega gjörður, að ég reyni að standa við það, sem ég hef
tekið að mér að gjöra. Ég kom með skriflega greinargjörð fyrir afstöðu
minni. Mig minnir, að Eykon hafi einnig skilað skriflegu svari, en aðrir
höfðu ekki komið því í verk.
Ahrifamikill hópur
Þessir voru í hópnum, flestir gamlir skólafélagar úr Háskólanum og
sumir allt frá menntaskólaárunum:
Geir Hallgrímsson, síðar forsætisráðherra.
Eyjólfur Konráð Jónsson, síðar alþingismaður.
Ásgeir Pétursson, síðar sýslumaður Borgfirðinga og bæjarfógeti í
Kópavogi. Hann segir, að ég beri ábyrgð á því, að hann varð pólitískur.
Baldvin Tryggvason, síðar sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Reykjavíkur.
Höskuldur Ólafsson, síðar bankastjóri í Verzlunarbankanum.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson, síðar alþingismaður og forseti
sameinaðs þings.
Ég var sjöundi maðurinn í hópnum.
I þessum hópi var Geir sjálfkjörinn leiðtogi og allir vorum við frá
upphafi ákveðnir sjálfstæðismenn nema Þorvaldur Garðar. Hann hafði
verið formaður Stúdentafélags Reykjavíkur í stjórn, sem skipuð var
vinstri mönnum. Við fjölmenntum á aðalfund félagsins og gjörðum
stjórnarbyltingu. Felldum við alla vinstri mennina úr stjórninni nema
Þorvald Garðar, sem var formaður áfram. Við tókum hann með í hópinn,
enda gjörðist hann brátt sjálfstæðismaður.
Samfundir strjáluðust, er ég fór út á land og kaus mér annan
starfsvettvang en stjórnmálin. Sambandið við gömlu félagana hélzt þó lítt
breytt og við hittumst áfram enn um sinn. Síðar dreifðist hópurinn, eins
og oft vill verða, eftir að komið er út í lífið. Vináttuböndin og samstaðan
var þó söm og áður og við vorum staðráðnir í að vinna vel landi og þjóð. Við
vildum stemma stigu við ýmsu því, sem við töldum til óheilla horfa. Margt
var þá ráðgjört og sumu komið í verk. Við m.a. stofnuðum bóka—útgáfuna
Stuðlaberg, þótt í smáum stíl væri, og gáfum út nokkrar bækur, en upp
úr henni óx síðar Almenna bókafélagið.
Og enn var Geir í fararbroddi.
Síðan strjáluðust samfundir, ekki sízt meðan við hjónin bjuggum í
Kaupmannahöfn um rúmlega sex ára skeið. En það hafði engin áhrif á
190