Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 69
Jónas Gíslason
VI
Röggsemi biskups kom einnig íram á öðrum sviðum biskupsdóms hans.
Hann var umvöndunarsamur við klerka sína, að þeir væru sóknarbörn-
um sínum fyrirmynd í kristilegu líferni og hegðan. Gekk hann sjálfur á
undan þeim með góðu fordæmi, því að hann gjörði sömu kröfur til sjálfs sín
og sinna nánustu, svo sem frægt er; það vill oft gleymast þeim, sem
harðast dæma Brynjólf biskup fyrir framkomu hans við dóttur sína, eftir
að hún hafði hrasað. Enginn vafi leikur á, að þá var þungur harmur kveð-
inn að þessum skyldurækna manni, sem hvergi mátti vamm sitt vita.
Fyrir honum voru allir jafnir; hann gat engan veginn gjört minni kröfur
til sinna nánustu en hinna, sem fjær honum stóðu.
Annars er þessi fjölskylduharmur í Skálholti hulinn nokkurri móðu
þjóðsagna, eins og títt er um ýmsa „dramatíska" atburði liðinnar þjóðar-
sögu; erfitt mun og raunar ókleift nú að greiða úr flækjum og svara
spurningum, svo að óyggjandi sé. Islenzka þjóðin hefur enda fyrir löngu
skráð sína útgáfu þeirrar sögu og þar mun erfitt um að breyta, þótt
skáldum gefist rúm til þess að geta í eyður og skýra málin út frá eigin
sjónarhóli.
VII
Enginn kostur er þess hér að gjöra meistara Brynjólfi veruleg skil, því
að af nógu er að taka um ævi þessa merka manns. Hann var hinn
nákvæmi embættismaður, sem fann ríkt til skyldu sinnar að gæta
hagsmuna og eigna kirkjunnar, sem honum var falin forsjá fyrir;
vísitazíur rækti hann af frábærri alúð, svo að fáir hafi gjört jafn vel.
Máldagabækur hans eru ómetanleg heimild um hag kirkna á þessum
tíma; gekk hann ríkt eftir, að vel væri haldið á eignum þeirra. Þá var
hann eftirgangssamur um að prestar ræktu vel embætti sitt í hvívetna.
Embættisannir munu hafa hindrað biskup í að leggja þá stund á
lærdómsiðju, sem hugur hans hefur staðið til; margt sýnir þó lifandi áhuga
hans í þeim efnum; hann hóf snemma að safna dýrmætum handritum frá
glötun. Hugur hans stóð til þess að koma upp prentverki í Skálholti til
þess að sinna útgáfu þjóðlegs fróðleiks. Má nærri geta, hver fengur hefði
verið að slíku prentverki, sem þá hefði eflaust bjargað frá glötun ýmsu því,
sem forgörðum fór. Hér átti skammsýni hinn embættisbróður hans á
Hólum mesta sök á, en hann hafði einkarétt á að reka prentverk á íslandi
á þeim tíma. Eflaust hefur þessi synjun um að mega koma upp prentverki
í Skálholti ýtt undir, að Brynjólfur átti hlut að því að senda nokkur
dýrmæt handrit til Kaupmannahafnar, svo sem Flateyjarbók og
Sæmundar Eddu; þarf vart að efa, að hann hefur vonazt til þess, að þau
67