Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 59
Jónas Gíslason
Þeir fá lánaða bók og bók til þess að hafa með sér við dagleg störf. Þá
geta þeir einnig, ef tóm gefst til, litið í bókina.
Ungur maður, síra Gísli Jónsson, dómkirkjuprestur og síðar biskup í
Skálholti, „situr uppi hjá forkirkju“ og les í Lúkasarguðspjalli. Hann er
svo niðursokkinn í lesturinn, að hann vissi aldrei af biskupi, fyrr en kom
að honum og spurði, hvað bók hann heíði.
Unga manninum verður hverft við, stingur bókinni undir handlegginn
og segir: „Þetta er bók mín.“
Biskup vildi þá sjá hana, en prestur var tregur, þar til biskup
reiddist, og sagði, að sá skækjuson skyldi láta hana koma. Hann þorði þá
ekki annað. En sem hann skoðaði og sá, þá varð hann reiður og spurði,
hvort hann hefði þessar villubækur Lutheri, fleygði síðan bókinni vestur í
traðir, en stökk svo inn í kirkju.
Unga manninum er brugðið. Hann tekur upp bókina og hraðar sér
brott. Honum er ljóst, að nú verður að fara enn varlegar en áður.
Þeir ræða þetta um kvöldið í húsi ráðsmannsins og kemur saman um, að
þeir verði allir að gæta ítrustu varkárni, svo að iðja þeirra komist ekki
upp, því að þá er reiði biskups vís.
V
Eitt kvöldið í húsi ráðsmannsins fæðist ný hugmynd. Þeir eru að lesa
Heilaga ritningu í þýzkri þýðingu. Sú þýðing lauk upp Ritningunni fyrir
þýzkri þjóð.
Hvað með að þýða Nýja testamentið á íslenzku?
I fyrstu þyrmir yfir þá.
Hvernig væri það hægt? Hver gæti gjört það?
Þeir ræða málið áfram og smám saman fæðist hugmyndin:
Vér vinnum verkið!
Hrifning grípur hópinn. Þetta er sannarlega stórt og göfugt verkefni.
Þeir bindast fastmælum um að hrinda því í framkvæmd.
Nánari tilhögun er rædd. Bezt væri, ef einn þeirra gæti helgað sig
þýðingarstarfinu að deginum. Þá gætu þeir hitzt á kvöldin, rætt þýðinguna
og reynt að finna hentug orð og hugtök til að koma fagnaðarerindinu sem
bezt til skila á íslenzkri tungu.
Oddur biskupsritari hefur hægasta aðstöðuna til þess að vinna þetta
verk. Hann er tiltölulega frjáls í starfi og nýtur mests trúnaðar biskups.
Hitt er galli, að hann hefur verið langdvölum erlendis og hefur því vart
sama vald á íslenzku máli og hinir, þótt auðvitað tali hann íslenzku.
Auknefni hans, Oddur norski, er tæplega gefið alveg án tilefnis.
En þegar betur er að gáð, gjörir þetta ef til vill ekki svo mikið til.
57