Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Page 155
Jónas Gíslason
Um Postulasöguna
Tilhvers var hún rituð? Fáeinar hugleiðingar
AÐFARARORÐ
Postulasagan hefur lengi veriö mér hugleikin, enda er hún elzta yfirlit,
sem til er, yfir mikilvægan kafla úr upphafssögu kristinnar kirkju. Hún
geymir hrífandi frásögur af lífi og starfi frumsafnaðarins í Jerúsalem,
eftir að Guð úthellti heilögum anda yfir postulana og stofnaði kirkju sína
hér á jörðu. Jafnframt er ljóst, að frumsöfnuðurinn var engan veginn
söfnuður fullkominna manna. Lýst er átökum innan hans, þar sem jafnvel
þeir, er trúað var fyrir forystu safnaðarins, lentu í innbyrðis deilum.
En það vakti snemma athygli mína, hve gloppótt frásögnin er, því eb
Postulasagan Qallar að langmestu leyti aðeins um starf tveggja postula,
Péturs og Páls, lítillega er minnzt á fáeina fleiri, en ekkert er þar minnzt
á marga postulana og starf þeirra. Hafa menn oft talið, að þarna hafi
höfundinn skort frekari upplýsingar. Sú skoðun kemur t.d. fram í umsögn
um Postulasöguna í gagnlegum viðauka við biblíuútgáfuna frá 1981.
Ég hef alltaf átt erfitt með að sætta mig við þessa skoðun. Höfundur
Postulasögunnar, læknirinn Lúkas, hlýtur að hafa vitað meira um upphaf
kristinnar kirkju en hann festir hér á blað. Hann var menntaður maður
og í formála sínum að Lúkasarguðspjalli skýrir hann frá vandaðri
heimildaöflun sinni við ritun þess, enda varð hann að byggja guðspjallið
einvörðungu á frásögnum annarra. Hann kemst svo að orði:
„Nú hef ég athugað kostgæfilega allt þetta frá upphafi og réð því einnig
af að rita samfellda sögu. . .“ (Lúk.l:3)
Þetta lýsir vönduðum vinnubrögðum. Lúkas vinnur úr heimildum sínum
og ritar síðan samfellda sögu, enda er árangurinn eftir því. Þannig
153