Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 120
Er Guð undrandi?
II
Þessar hugsanir vöknuðu hjá mér er ég hugleiddi ástand okkar eigin
þjóðar. Mér finnst ég sjá ótrúlega svipaða þróun hjá okkur eins og átti sér
stað meðal Israelsmanna forðum.
Misgjörðir okkar fara vaxandi, þjóðin virðist á hraðri leið burt frá þeim
grundvelli sem samfélagi okkar er settur í heilögu Orði Guðs. Við sjáum
fráfall á mörgum sviðum, og íráfallið virðist ná inn í raðir okkar, sem
viljum þó vera lærisveinar Krists.
Hafa ekki ótrúlegir hlutir verið að gjörast okkar á meðal?
Verið er að brjóta skörð í þann varnarmúr sem hefur umlukið land
okkar allt frá upphafi mannabyggðar hérlendis. Hér hefur Kristur alltaf
átt játendur sem hafa tignað hann og beðið til hans. ísland er helgað
bænum kristinna forfeðra frá upphafi.
Að vísu kom stutt tímabil þegar norrænir menn, sem þekktu ekki
Krist, settust hér að völdum. En blessun Guðs hvíldi áfram yfir landi og
þjóð. Ahrif kristni jukust jafnt og þétt, þar til sá einstæði atburður
gjörðist, að Alþingi — þar sem meirihluti manna var ekki kristinn —
samþykkti, að allir landsmenn skyldu þjóna Kristi. Hann einn skyldi
vera konungur okkar og Drottinn.
Guð heyrði bænir fyrstu forfeðranna.
Síðan eru liðin tæp eitt þúsund ár. Islenzka þjóðin hefur háð erfiða
lífsbaráttu, sem oft leiddi hana fram á heljarþröm. Þá lærðist henni hvar
styrks væri að leita — styrks sem gæti leitt hana gegnum hörm-
ungarnar. Henni lærðist að leita til Guðs undir öruggri leiðsögn Passíu-
sálma Hallgríms Péturssonar og postillu meistara Jóns Vídalíns, sem
báðir byggðu kenningar sínar á Orði Guðs.
Kristin trú myndaði varnarmúr um íslenzka þjóð, sem lengi vel stóðst
flestar árásir niðurrifsafla, er vildu leiða aðra en Krist til hásætis með
þjóðinni.
En nú sjáum við ótrúlega hluti vera að gjörast okkar á meðal, eða hver
hefði trúað því fyrir fáeinum árum, að íslenzkir menn leiddu aftur til
hásætis kenningar og siði, sem forfeðurnir vörpuðu frá sér við kristnitöku?
Við sjáum skörð vera að myndast í forna varnarmúra þjóðarnnar.
Og þetta gjörist á sama tíma og við erum að búa okkur undir að
minnast 1000 ára afmælis kristnitöku á Islandi - þess einstæða atburðar.
III
Er það kannski þetta sem veldur undrun Guðs?
Nei! Guð þekkir okkur synduga menn, þekkir ístöðuleysi okkar - og
synd.
118