Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Qupperneq 188
Þjóðin var harmi lostin
íslenzkt þjóðlíf varð risminna en áður eftir brottfor hans héðan af heimi.
En nafn hans mun geymast í sögunni með nöfnum annarra þeirra sona og
dætra íslenzkrar þjóðar, sem hafa unnið henni mest og bezt.
Bjarna Benediktssyni var ungum sýnt mikið og verðskuldað traust.
Hann varð prófessor aðeins 24 ára að aldri, yngstur allra þeirra, er því
starfi hafa gegnt, 32 ára varð hann borgarstjóri í Reykjavík og 39 ára
ráðherra.
Það er almanna mál, að fá ráð hafi á þessum árum verið ráðin í flokki
hans, Sjálfstæðisflokknum, sem hann var ekki meir eða minna viðriðinn.
Má sértaklega nefna þátt hans í að undirbúa stofiiun íslenzks lýðveldis á
Þingvöllum 17. júní 1944, en þar mun hann öllum öðrum frekar hafa
mótað stefnuna og lagt til rökin. Þetta er einstæður starfsferill, sem sýnir,
að hér fór hæfileikamaður.
Bjarni var skarpgáfaður og styrkur hans lá ekki sízt í því, hve fljótur
hann var að átta sig á málum, skera gegnum umbúðir og komast beint að
kjarnanum. Því var hann flestum fljótari að sjá færar leiðir til lausnar.
Bjarni hlustaði gjarna á rök manna, er lögðu mál sín fyrir hann, en
hann var tregur til að lýsa eigin skoðun, fyrr en að vel athuguðu máli.
Hann spurði yfirleitt:
„Hvað leggur þú til? Hver er skoðun þín?“
Eins og áður segir, var hann fljótur að átta sig á kjarna máls. Hann
gat stundum orðið óþolinmóður, ef menn voru lengi að átta sig á
aðalatriðum mála og spunnu lopann, er þeir lögðu mál fyrir hann. Gat
hann þá verið snöggur upp á lagið og stuttur í spuna, einkum meðan hann
var ungur og kappsfullur.
Og vei þeim manni, er skrökvaði að honum eða reyndi að blekkja hann.
Slíkur maður hefði átt erfitt með að vinna tiltrú hans og traust á ný.
Bjarni var sívaxandi maður í störfum sínum og gætti þess ekki sízt,
eftir að hann varð forsætisráðherra. Þá var hann orðinn manna færastur
að sætta mismunandi sjónarmið og finna þær leiðir til lausnar, er allir
gátu sætt sig við. Þar kom honum að góðu haldi réttsýni hans, heiðarleiki
og hreinskiptni. Andstæðingar jafnt og samherjar vissu, að þeir gátu
treyst orðum hans.
Þessa gætti ekki sízt í erfiðleikum þeim, er gengu yfir íslenzku þjóðina
seinustu æviár hans.
Ætíð er erfitt að vera í fararbroddi og ryðja brautina, því að þar getur
gustað verulega, en skýlla er í miðjum hlíðum og neðar, að baki
forystumannanna.
Oft er einmanalegt á tindinum og sá, sem þar er staddur, verður að
vera reiðubúinn að taka erfiðar ákvarðanir og bera einn ábyrgð á þeim.
186