Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Blaðsíða 98
Fáeinir þankar um prédikunina
Mig langar hins vegar til að spjalla svolítið um prédikunina út frá eigin
reynslu. Nú eru liðnir nær tveir áratugir, síðan ég gegndi prestsþjónustu
í kirkjunni. En ég prédikað allmikið allan þennan tíma, en ekki borið
ábyrgð á þjónustu við ákveðinn söfnuð. Auðvitað hef ég oft hugsað mikið um
prédikunina, því að ég hef ásamt öðrum kennurum guðfræðideildar tekið
þátt í prédikunarnámskeiðum, þar sem reynt hefur verið að leiðbeina
guðffæðinemum um, hvernig okkur beri að prédika. Mér hefur alltaf
fundizt, að þarna væri um geysimikið ábyrgðarstarf að ræða, því að það
hefur áhrif á prédikun prestanna og á kirkjulegt starf næstu áratugi.
Nú hefur sú breyting orðið á högum mínum, að ég þarf að prédika meir
en áður. Mér finnst stórkostlegt að mega aftur hafa það að aðalstarfi að
heimsækja söfnuði og presta, prédika Guðs orð og þjóna í sálusorgun.
Þess vegna hef ég hugsað mikið um prédikunina upp á síðkastið og spurt
sjálfan mig: Hvernig getum við prédikað þannig, að við vegsömum Krist
og fólk komizt til persónulegrar trúar á hann?
Þetta er grundvöllur þess, sem mig langar til að reyna að segja. Mig
langar til að reyna að nefna þau atriði, sem virðast skipta mestu máli.
Biðjum Guð um að blessa þessa stund með heilagri návist anda síns.
(Bæn)
Efnisskipting
Efni mitt verður þrískipt, ef ég næ að ljúka því máli, sem áformað er:
I Upphaf kristinnar prédikunar.
II Innihald prédikunarinnar.
III Tilgangur prédikunarinnar.
IV Fáein praktísk ráð frá langri þjónustu.
V Boðun fyrir börn.
I Upphaf kristinnar prédikunar
Hvar er upphaf kristinnar prédikunar að finna?
Hjá Jesú sjálfum.
Reyndar er prédikun Jóhannesar skírara fyrsta prédikunin, sem
okkur er sagt frá í Matt. 3:lnn. Hann er fyrirrennarinn, boðberinn, sem
átti að tilkynna komu Guðs sonarins í heiminn og undirbúa verk hans.
Jesús er sonur Guðs, sem afklæddist dýrð himnanna og fæddist inn í
heim okkar sem maður, einn af okkur, til að frelsa okkur, ljúka aftur upp
96