Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 104
Fáeinir þankar um prédikunina
Vakningaprédikun
En viö þurfum einnig að vekja þá, sem sofa, og kalla þá til afturhvarfs.
Vakningaprédikun má aldrei vanta í kirkjunni. Við þurfum að kalla til
þeirra, sem slitnað hafa úr tengslum við kirkjuna, vekja þá, sem sofa og
minna þá á, að þeir þurfa að þiggja og tileinka sér gjaflrnar, sem Guð gaf
þeim aðgang að í heilagri skírn.
Vakningaprédikunin hefur sama hlutverk og vekjaraklukkan. Við
notum vekjaraklukkuna á morgnana, þegar við þurfum að vakna á
hverjum morgni. Við látum hana ekki vekja á daginn eða þar sem fólk er
vakandi.
III Tilgangur prédikunarinnar:
Tilgangur prédikunarinnar er að flytja boðskap Guðs til fólks, svo að það
megi eignast trú á Krist.
„Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum“ (Matt. 28:18)!
Prédikarinn er sendiboði Guðs. Guð á enga aðra sendiboða en okkur,
synduga menn. Ef við bregðumst í þessu starfi, þá hindrum við Guð í að
blessa þá, sem hann ætlaði að nota okkur til að flytja fagnaðarerindið.
Við höfum þegar rætt um innihald prédikunarinnar. En hvernig er
afstaða okkar til þess boðskapar, er við prédikum?
Við eigum að vitna um náð Guðs í Kristi. Við getum aldrei verið hlutlaus
gagnvart prédikuninni.
Prédikun okkar á að vera persónuleg, flutt á einfóldu og auðskiljanlegu
máli, sem almenningur skilur, en hvorki skrúðmælt né háfleygt erindi,
sem fólk e.t.v hrósar, en skilur þó sennilega oft takmarkað innihaldi þess.
Postularnir áminna oft í bréfum sínum. Þá eru þeir að leiðbeina safn-
aðarfólki og uppbyggja söfnuðinn. Hér er Jesús okkur fyrirmynd. Hann
talaði öðruvísi við lærisveinana en mannfjöldann. Oft dró hann sig út úr
mannfjöldanum og fór með þá á óbyggðan stað til þess að geta uppfrætt þá
og uppbyggt í næði.
Jesús gaf lærisveinum sínum fyrirheitið um úthelling heilags anda,
sem átti að gjöra Jesúm vegsamlegan fyrir þeim og leiða þá í allan
sannleikann um hann.
Prédikunin segir hinum trúaða ekkert njdt í sjálfu sér og þó er
fagnaðarerindið ætíð nýtt. Við þurfum að borða á hverjum degi til að halda
lífi. Nákvæmlega sama máli gildir um andlegu næringuna frá Guði. Við
þörfnumst hennar daglega, ef við eigum ekki að veslast upp og deyja.
102