Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Blaðsíða 58
Vér vinnum verkið
Honum er hreint ekki alls varnað, þótt tekinn sé að gamlast. Hann er
bara talsvert ánægður með sig.
IV
Rökkrið sígur yfir Skálholtsstað og fáir sjást þar á ferli, en dauf ljós-
týra sést í nokkrum húsum. Þar dveljast menn við vinnu eða hvíla lúin
bein eftir erfiði og annir dagsins.
Eitt húsið stendur sér, spölkorn frá annarri byggð. Þar býr einn fyrir-
manna staðarins, sjálfur ráðsmaðurinn í Skálholti, síra Oddur Eyjólfsson.
Ef vel er að gáð, sjást fáeinir menn á ferli, flestir ungir, og leið þeirra
virðist liggja í einn stað, heim til ráðsmannsins. Eflaust eru hér vinir á
ferð, sem hittast til skrafs og skemmtunar að dagsverki loknu. Þeir geta
verið þarna í friði, tiltölulega ótruflaðir, því að þar eru „engir menn aðrir”.
Þarna eru þeir báðir, biskupsritarinn og „villutrúarmaðurinn”. Þeim
varð fljótt gott til vina, enda kemur í ljós, að skoðanir falla mjög saman.
Biskupssonurinn frá Hólum hafði einnig gengið „trúvillunni“ á hönd suður
á Þýzkalandi. Engan mun er því að finna á trúarskoðunum þeirra.
Auk þeirra eru þarna fjórir, fimm ungir menn aðrir, allir ráðnir til
aðstoðar á biskupssetrinu.
Þessir tveir virðast sjálfkjörnir leiðtogar hópsins, og einkum þó „villu-
trúarmaðurinn”. Ljóst er, að biskup hafði séð rétt. Þar fer gott mannsefni.
Um Gizur Einarsson segir enn svo í heimildum:
„I háttum sínum var hann glaðsinnaður, höfðingi mikill, bæði heim að
sækja og við menn sína“.
Þessara eiginleika hans mun vafalaust þá þegar hafa gætt í hópi ungu
mannanna í Skálhoti.
Og nú kemur líka í ljós, hvert verið hafði innihald kistilsins góða, sem
vakið hafði athygli í farangri biskupsritarans. Hann hafði með sér til
Islands allmargar bækur, sem flestar fjalla um hina nýju „villutrú”.
Eftir að Oddur kemur í Skálholt, fer hann fjótlega að láta í ljós
trúarskoðanir sínar við ungu mennina, sem þar dveljast.
Þeir eru forvitnir um innihald bókanna og fyrr en varir snúast flestir
þeirra til fylgis við hinar nýju kenningar. Þeir verða „strax allir í einum
skilningi”.
Er „villutrúarmaðurinn“ kemur í Skálholt, finnur hann því fyrir
dálítinn hóp skoðanabræðra í trúarefnum. Á því átti hann sízt von.
Nú situr þessi hópur flest kvöld í húsi ráðsmannsins í Skálholti og les
og ræðir hinar nýju kenningar. Og þetta gerist á sjálfu biskupssetrinu.
Ákafi þeirra leynir sér ekki. Brátt nægir þeim ekki að hittast aðeins á
kvöldin og ræða hin helgu fræði.
56