Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Qupperneq 101
Jónas Gíslason
„Er ég kom til yðar, bræður, og boðaði yður vitnisburðinn um Guð eða
leyndardóm Guðs, kom ég ekki með frábærri mælskusnilld eða speki. Ég
einsetti mér að vita ekkert á meðal yðar, nema Jesúm Krist og hann
krossfestan “ (I.Kor. 2:1-2).
Prédikun án Krists getur í hæsta lagi verið gagnlegt kristilegt erindi
og slík erindi geta auðvitað líka verið góð og nauðsynleg, en þau eru ekki
kristin prédikun. Hún svalar ekki þorsta og þörfum syndugs manns, er
þráir og leitar samfélags við Guð.
Sama innihald enn
Við erum kölluð til að flytja sama fagnaðarerindi. Við eigum að boða
Krist, segja frá honum, flytja skilaboðin frá Guði. Við erum þannig í
hlutverki vottsins og sendiboðans. Boðskapur okkar er ekki frá okkur
sjálfum, heldur Guði. Þess vegna getum við engu ráðið um innihald boð-
skaparins. Hann er einn og óbreytanlegur á öllum tímum og stöðum.
Ekkert „annað nafn frelsar".
En við þurfum sjálf að veita þessum boðskap viðtöku, svo að hann verði
einnig persónulegur vitnisburður okkar sjálfra. Við megum aldrei vera
aðeins vegvísir, sem vísar öðrum að ganga veg, þótt við göngum hann ekki
sjálf. Persónulegur vitnisburður, er tjáir eigin reynslu og kemur frá
hjartanu, nær til hjarta þess, er hlustar.
í þessu birtist einnig munurinn á vottinum og kallaranum. Votturinn
er persónulegur, meðan kallarinn er ópersónulegur og þarf ekki sjálfur að
taka afstöðu til boðskaparins, sem hann flytur.
Skortur á þessari persónulegu áherzlu er e.t.v algengasti og
alvarlegasti veikleiki prédikunar okkar. Hér ættum við öll að prófa okkur
sjálf.
Erfitt að boða Krist
Oft reynist okkur erfitt að láta prédikun okkar snúast um Krist. Það er
svo miklu auðveldara að tala um flest annað, trúrækni, siðferðilega
breytni, góð verk o.s.frv. Það getur allt verið gott og blessað, en það er ekki
kristin prédikun, nema hún gjöri Krist vegsamlegan.
Einhvern tíma var sagt: Krossinn má aldrei vanta í kristna prédikun.
Við erum kölluð til að boða orð krossins.
Við prestar erum kallaðir til að flytja Guðs orð. Þess vegna á prédikun
okkar að vera bundin af því. Við getum engu breytt í því, hvorki aukið við
og né fellt úr, ef við viljum þjóna Guði, annars eigum við að hætta að
prédika Krist.
99