Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 49
Þórarinn Björnsson
líka jafnan í góðum tenglum við leiðtoga náðargjafahreyfingarinnar hér á
landi, en engu að síður gekk hann aldrei með beinum hætti til hðs við
náðargjafahreyfinguna heldur hélt tryggð við KFUM og þau félög sem
næst þeim félagsskap stóðu.
Nefndakóngur, heimsflakkari og prédikari af Guðs náð
Óhætt mun að fullyrða að Jónas hefur jafnan verið óhræddur við að taka
afstöðu í erfiðum málum og reynst hamhleypa til þeirra verka sem hann
hefur íundið sig kallaðan til. Sérstaklega hefur legið vel fyrir honum að
takast á við tímabundin verkefni og starfa með öðrum í ýmsum nefndum
og stjórnum. Þar hefur skipulagsgáfa hans, óbilandi áhugi og ósérhlífni
notið sín vel.
Jónas er að eðlisfari mjög félagslyndur og á auðvelt með að mynda
tengsl við fólk. Þetta hefur meðal annars komið honum til góða á erlendum
vettvangi, en Jónas hefur alla tíð verið mjög virkur þátttakandi í erlendu
samstarfi evangelískra manna. Hefur starf KFUM, KFUK og Kristilegu
skólahreyfingarinnar (KSH) þar ríkulega notið tengsla hans og reynslu
síðustu áratugina. Hann hefur iðulega verið tengiliður við prédikara sem
til félaganna hafa komið og túlkað mál þeirra á fundum og samkomum,
auk þess sem þau hjónin hafa oftsinnis hýst þá erlendu gesti sem hingað
til lands hafa komið.46
Jónas tók þátt í stofnun bókaútgáfunnar Salt hf árið 1978 og átti sæti í
fyrstu stjórn félagsins og útgáfuráði, auk þess sem hann þýddi nokkrar
þeirra bóka sem félagið gaf út á næstu árum.47 Þá átti Jónas sæti í stjórn
KSH árin 1979-1983 og 1986-1987 og var formaður Landssambands
KFUM og KFUK árin 1982-1990. Á báðum þeim vígstöðvum hefur
greinarhöfundur fengið tækifæri til að kynnast Jónasi af eigin raun. Sem
stjórnarmaður var hann ákveðinn og gat staðið fast á sínu en engu að síður
ljúfur í öllu samstarfi og ósérhlífinn. Mörgum málum kom hann
KFUM og KFUK í Eyjum.
4^ Jónas heíur m.a. verið virkur í Lausanne-hreyfingunni og tekið þátt í undirbúningi
samkirkjulegra sjónvarpsherferða Billy Graham hér á landi. Þá hefur hann verið í
nánu samstarfi við marga af leiðtogum kristilegu skólahreyfingarinnar og
heimatrúboðsins á Norðurlöndum og í Evrópu og staðið fyrir að fá hingað til lands menn
á borð við Ulrich Parzany, framkvæmdastjóra KFUM í Þýskalandi, svo eitthvað sé
nefnt.
47 Bókaútgáfan Salt hf var í raun framhald á bókaútgáfu KSF enda átti KSF yfir 50%
hlutafjár í félaginu. Bókin Fylgsnið var fyrsta bókin sem kom ut á vegum Salts árið
1977, en ekki var gengið formlega frá stofnun Salts hf fyrr en 8/4 1978. í þýðingu
Jónasar komu m.a. út á vegum Salts bækurnar Leyndarmál Lárusar (1978),
Flóttadrengurinn Hassan (1978), Veldi kærleikans (1979), Ég vil líka lifa (1981) og
Mannrán í El Salvador (1982).
47