Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 53
Jónas Gíslason
Ögmundur biskup vissi að vonum lítið um iðju þeirra, enda mjög tekinn
að eldast.
Alþingi hafnað nýrri kirkjuskipan konungs. Til átaka kom og voru
konungsmenn vegnir í Skálholti. Konungur sendi her til íslands 1541 til
að tryggja vald sitt og koma siðbreytingunni á.
Gizur Einarsson varð fyrsti lútherski biskupinn í Skálholti, en Jón
Arason, seinasti katólski biskupinn, sat enn á Hólum. Eftir andlát
Gizurar 1548 urðu átök um kjör eftirmanns hans. Jón Arason náði Skál-
holti á sitt vald og varð nær einráður í landinu. Hann uggði ekki að sér og
var óvænt handtekinn haustið 1550, en þar sem enginn þorði að geyma
hann vetrarlangt, var hann hálshöggvinn í Skálholti án dóms og laga
ásamt tveimur sonum sínum.
Konungur lagði undir sig mikinn hluta kirkjueigna og veikti það
stórlega stöðu hennar. Enn voru biskupar þó í hópi mestu áhrifamanna.
Saga Skálholts hefur verið saga skins og skúra.
Undir lok 18. aldar svarf mjög að Islendingum af völdum náttúruham-
fara. Mikill hluti bústofnsins féll og flest hús í Skálholti hrundu í hörðum
jarðskjálfta. I lýsingu á ástandinu, var komizt svo að orði, að vart muni
hafa verið til á byggðu bóli „aumlegra biskupssetur að híbýlum en Skál-
holt var í þá daga“.
Biskup baðst leyfis að flytja úr Skálholti og fluttist til Reykjavíkur.
Seinast bjó biskup í Skálholti til 1796. Þar með lauk um sinn sögu
Skálholts sem biskupsseturs og það féll í gleymsku um alllangt skeið.
Skömmu fyrir miðja tuttugustu öld hófst hreyfing um endurreisn Skál-
holts. í tilefni 900 ára afmælis innlends biskupsstóls var ákveðið að
byggja þar veglega kirkju, er vígð var 1963.
Með lögum frá 1990 var stöðu vígslubiskupa breytt úr heiðurstitli í
embætti og skulu þeir sitja á fornu biskupsstólunum. Vígslubiskup
settist í Skálholt vorið 1992.
Endurreisn Skálholts er langt frá lokið. Enn horfum við fram til mikilla
tímamóta, því að árið 2000 minnumst við 1000 ára afmælis kristnitöku á
Islandi.
I tilefni þess er seinasti áratugur aldarinnar helgaður uppbyggingu og
endurnýjun kirkjunnar, sem miðar að því að efla áhrif hennar með þjóðinni.
I því mikilvæga starfi skipar Skálholt enn mikilvægan sess. Hér á að
rísa á ný kirkjuleg miðstöð, svo að hingað sæki margir trúarlega upp-
byggingu og snúi aftur til starfa í kirkjunni fylltir krafti Heilags anda.
Guð gefi, að sú von rætist og Skálholt verði enn um langan aldur heilagur
staður, útvalinn og blessaður af Guði.
51