Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 60
Vér vinnum verkið
Það verður hlutverk hópsins að ákveða orð og hugtök, er nota skal. Á
kvöldin ræða þeir síðan saman um efni það, sem þýtt hefur verið yfir
daginn. Þannig geta þeir bezt í sameiningu tryggt, að þýðingin verði á
góðri íslenzku.
Hér er ekki sízt mikils af Gizuri að vænta. Hann talar gott mál.
En hvar á að vinna verkið?
Fjósið í Skálholti er stórt og rúmgott. Þótt kýr séu jafnan margar á
staðnum, eru alltaf auðir básar. Og fjósið er hlýjasti staðurinn til innisetu
og skrifta. Auk þess er þar tiltölulega friðsælt og lítið um mannaferðir.
Fjósamennirnir valda vart mikilli truflun. Til þess bera þeir of mikla
virðingu fyrir fyrirmönnum staðarins, en biskupsritari er einn hinn
fremsti í þeirra hópi.
Biskupsritari ber því þá ósk upp við biskup, að sér verði leyft að koma
sér upp vinnuaðstöðu í ijósinu.
Það reynist auðsótt.
Eftir það er biskupsritari þaulsætinn hjá kúnum.
Ef spurt er um verkefni hans, hefur hann svar á reiðum höndum. Hann
er að afrita gamlar biskupatilskipanir.
Sama svar fær biskup, er hann lítur inn. Það er eðlilegt verkefni
biskupsritara.
Ritarinn fær allt það, sem hann telur sig þurfa til verksins.
En lítt grunar biskup, hvað er að fást við. Ella heíðu viðbrögð hans orðið
önnur.
Og hópurinn, sem hittist í húsi ráðsmannsins, bíður í ofvæni komu
kvöldsins. Þýðingin er skeggrædd og vöngum velt yfir orðalagi einstakra
ritningargreina. Að lokum verða þeir sammála.
Enginn vafi leikur á, hver þarna leggur mest til mála, — auðvitað
hann, sem situr daglangt við skriftir. Þýðingin er hans.
Hitt orkar vart tvímælis, að þarna gætir einnig mikilla áhrifa frá
Gizuri Einarssyni, enda tekst fljótlega góð samvinna með þeim um að
reyna að ráðast í þýðingu allrar Ritningarinnar, þótt minna verði þó úr en
til stóð.
Allt leikur í lyndi fyrir ungu mönnunum og þeir eru vongóðir um
framgang verksins á tiltölulega skömmum tíma.
Hálfnað er verk, þá hafið er.
VI
Þá skellur reiðarslagið yfir.
Helfregn berst frá Niðarósi. Sigmundur Eyjólfsson, nývígður Skálholts-
biskup, andast skyndilega fáum dögum eftir vígslu.
58