Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Síða 48
„Sjáið merkið, Kristur kemur, krossins tákn hann ber“
Hin auknu erlendu tengsl vöktu einnig fljótt aukinn áhuga á kristilegu
lesefni og kristilegri útgáfustarfsemi. I kjölfar heimsóknar enska
stúdentaleiðtogans Michaels Green til íslands í október 1972 gaf KSF út
eftir hann ritlinginn Að hrökkva eða stökkva í þýðingu sr. Lárusar
Halldórssonar og hóf að standa fyrir sölu og innflutningi á erlendu
kristilegu lesefni. Á næstu árum gaf félagið einnig út fleiri ritlinga á
íslensku og bókin Sannleikurinn um Krist, eftir John Stott, kom út á
vegum KSF árið 1974 í þýðingu Jónasar Gíslasonar.
Um líkt leyti hófst útgáfa Kristilegs stúdentablaðs eftir nokkurt hlé42
og KSF tókst á við það stórvirki að undirbúa 1400 manna norrænt
kristilegt stúdentamót hér á landi árið 1975 og tók Jónas Gíslason
virkan þátt í undirbúningi mótsins ásamt unga fólkinu í KSF43. Meðal
ungra og áhugasamra leiðtoga í KSF frá þessum árum má nefna
prestana Gísla Jónasson, Halldór Reynisson, Hjalta Hugason, Sigurð
Árna Þórðarson, Stínu Gísladóttur og Jón Dalbú Hróbjartsson, sem
reyndar var ráðinn fyrsti íslenski skólapresturinn árið 1974.44
Aldrei stóð til að mótið yrði svo fjölmennt sem raun bar vitni. Upp-
haflega var ætlunin að mótið yrði haldið í íþróttahúsi Kennaraháskólans
og Menntaskólanum í Hamrahlíð en þegar skráningartölur lágu fyrir
þurftu menn að leita að nýju húsnæði. Aðeins eitt hús kom til greina,
Laugardalshöllin, og þegar á reyndi kom í ljós að þetta var eini tíminn
sem hægt var að fá höllina lánaða!
Norræna stúdentamótið vakti mikla athygli og voru kvöldsamkomur
mótsins öllum opnar og vel sóttar. Áhrifa náðargjafavakningarinnar
gætti nokkuð og á einni samkomunni, þar sem Jónas var ræðumaður, átti
sér stað tungutal. Telur Jónas að það hafi haft mikil áhrif og margir hafí
orðið jákvæðari gagnvart tungutali en áður. Meðal þeirra sem urðu fyrir
miklum áhrifum af náðargjafavakningunni um þetta leyti var sr. Halldór
Gröndal, eftirmaður Jónasar í Grensáskirkju, sem opnaði kirkju sína
fyrir starfi UFMH vorið 1976 þegar samtökin voru stofnuð.
Jónas Gíslason varð eins og fleiri á þessum árum fyrir talsverðum
áhrifum af náðargjafavakningunni og tók meðal annars beinan þátt í
þeirri trúarvakningu sem varð í Vestmannaeyjum eftir gos45. Hann var
42 Fyrsta tölublaðið kom út í janúar 1975 í dagblaðsbroti og komu 3 tölublöð út það árið.
Kristilegt stúdentablað haíði áður verið gefið út í tímaritsbroti einu sinni á ári allt til
ársins 1968, en hlé varð á útgáfunni eftir það.
43 Jónas var t.d. formaður miðnefndar mótsins.
44 Sr. Jón var vígður til embættisins 15/9 1974 og gegndi starfinu fram á vorið 1977, en
sr. Gísli Jónasson tók við starfi hans haustið 1977.
45 Jónas tók m.a. þátt í vakningasamkomum og námskeiði í húsi KFUM og KFUK í
Vestmannaeyjum, en Gísli Friðgeirsson var um þær mundir umsjónaraðili starfs
46