Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 48

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 48
„Sjáið merkið, Kristur kemur, krossins tákn hann ber“ Hin auknu erlendu tengsl vöktu einnig fljótt aukinn áhuga á kristilegu lesefni og kristilegri útgáfustarfsemi. I kjölfar heimsóknar enska stúdentaleiðtogans Michaels Green til íslands í október 1972 gaf KSF út eftir hann ritlinginn Að hrökkva eða stökkva í þýðingu sr. Lárusar Halldórssonar og hóf að standa fyrir sölu og innflutningi á erlendu kristilegu lesefni. Á næstu árum gaf félagið einnig út fleiri ritlinga á íslensku og bókin Sannleikurinn um Krist, eftir John Stott, kom út á vegum KSF árið 1974 í þýðingu Jónasar Gíslasonar. Um líkt leyti hófst útgáfa Kristilegs stúdentablaðs eftir nokkurt hlé42 og KSF tókst á við það stórvirki að undirbúa 1400 manna norrænt kristilegt stúdentamót hér á landi árið 1975 og tók Jónas Gíslason virkan þátt í undirbúningi mótsins ásamt unga fólkinu í KSF43. Meðal ungra og áhugasamra leiðtoga í KSF frá þessum árum má nefna prestana Gísla Jónasson, Halldór Reynisson, Hjalta Hugason, Sigurð Árna Þórðarson, Stínu Gísladóttur og Jón Dalbú Hróbjartsson, sem reyndar var ráðinn fyrsti íslenski skólapresturinn árið 1974.44 Aldrei stóð til að mótið yrði svo fjölmennt sem raun bar vitni. Upp- haflega var ætlunin að mótið yrði haldið í íþróttahúsi Kennaraháskólans og Menntaskólanum í Hamrahlíð en þegar skráningartölur lágu fyrir þurftu menn að leita að nýju húsnæði. Aðeins eitt hús kom til greina, Laugardalshöllin, og þegar á reyndi kom í ljós að þetta var eini tíminn sem hægt var að fá höllina lánaða! Norræna stúdentamótið vakti mikla athygli og voru kvöldsamkomur mótsins öllum opnar og vel sóttar. Áhrifa náðargjafavakningarinnar gætti nokkuð og á einni samkomunni, þar sem Jónas var ræðumaður, átti sér stað tungutal. Telur Jónas að það hafi haft mikil áhrif og margir hafí orðið jákvæðari gagnvart tungutali en áður. Meðal þeirra sem urðu fyrir miklum áhrifum af náðargjafavakningunni um þetta leyti var sr. Halldór Gröndal, eftirmaður Jónasar í Grensáskirkju, sem opnaði kirkju sína fyrir starfi UFMH vorið 1976 þegar samtökin voru stofnuð. Jónas Gíslason varð eins og fleiri á þessum árum fyrir talsverðum áhrifum af náðargjafavakningunni og tók meðal annars beinan þátt í þeirri trúarvakningu sem varð í Vestmannaeyjum eftir gos45. Hann var 42 Fyrsta tölublaðið kom út í janúar 1975 í dagblaðsbroti og komu 3 tölublöð út það árið. Kristilegt stúdentablað haíði áður verið gefið út í tímaritsbroti einu sinni á ári allt til ársins 1968, en hlé varð á útgáfunni eftir það. 43 Jónas var t.d. formaður miðnefndar mótsins. 44 Sr. Jón var vígður til embættisins 15/9 1974 og gegndi starfinu fram á vorið 1977, en sr. Gísli Jónasson tók við starfi hans haustið 1977. 45 Jónas tók m.a. þátt í vakningasamkomum og námskeiði í húsi KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum, en Gísli Friðgeirsson var um þær mundir umsjónaraðili starfs 46
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.