Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Síða 81
Jónas Gíslason
Deilur um Oddai
I
í annarri höfuðheimild um siðbótina í Skálholti, Biskupsannálum síra
Jóns Egilssonar, er eftirfarandi frásögn að finna:
,Á næsta ári áður en biskup Stephan gekk af, það var anno 1517, þá
hóf Lutherus sína prédikun, svo að hún barst hingað í land og nokkrar
bækur, á dögum biskups Ögmundar. Hér var einn sá prestur í Skálholti,
hét síra Jón, og var Einarsson, fóðurbróðir hústrú Jórunnar, móður Gísla
Þórðarsonar, móðurbróðir Einars (Eirekssonar), vestur á Hvanneyri, og
fóðurbróðir Orms á Hnerri. Hann var vel lærður maður.
Hann prédikaði eina kyndilmessu og talaði margt um ákall heilagra, að
það væri afguðadýrkun og óguðlegt. Biskup varð mjög reiður við hann og
sagðist aldri hafa ætlað hann þvílíkan, hann mundi fylgja villu Lutheri.
En prestur svaraði í hægð og vel og sagði það eitt vera, að prestinum væri
bannað að giftast, en Paulus segði þó, að presturinn, biskup eða djákninn
skyldu vera einnar kvinnu eiginmaður. Hann gaf ekki annað svar þar til:
að Páll postuli hefði verið heiðinna manna lærifaðir, en ekki vor. Frá því
var svo kært með biskupi og honum, en hann dáðist þó mjög að þessum
síra Jóni, og sagðist þó ekki vilja hafa hann hér í Skálholti, svo að þessi
villa kæmi ekki héðan, en sökum vináttu þá veitti hann honum Odda.“1 2 3
Samkvæmt þessu hafa margir sagnfræðingar talið, að síra Jón
Einarsson hafi fyrstur manna flutt kennaringar lúthersku siðbótarinnar
á íslandi.^
1 Grein þessi birtist upphaflega í Söguslóðum. Afmælisriti Ólafs Hannssonar 1979, s. 281-
295.
2 Safn 1:75.
3 FJ:HEI-II: 538-9; III 191-2; LHarb.:Ref. i Isl.: 230; ÞB:Siðb. á ísl.: 34-35; MM-I: 61, 210;
TÞ: 95 nn; GJ:HJA: 159.
79