Skagfirðingabók - 01.01.1973, Side 29
ÍÞRÓTTIR HALLGRÍMS PETURSSONAR
afur Davíðsson getur þess til, að það sé hið sama og hanga á rist-
unum (tánum) og fikra sig eftir bitanum enda á milli. Mér virðist
ólíklegt, að Hallgrímur kalli þetta að „ganga um rann”, þ. e. hús-
ið. Þó skal á það bent, að Sigfús Blöndal fullyrðir, að þessi tilgáta
Olafs sé óyggjandi. Líklegra er, að þarna sé um týndan leik að ræða.
„Kænlega knetti snara". Því mun nú vandsvarað hver sá knatt-
leikur var, sem Hallgrímur lék. Elztu sögur vorar nefna naumast
annan knattleik, en þann, sem leikinn var með knetti og knatttré.
Almennt mun talið, að sá leikur hafi að fullu lagzt niður á 13. öld.
Til var þó knattleikur, þekktur á 17. öld, sem nefndur var pinna-
leikur. Lýsing á honum þekki ég ekki. En á það má benda, að Hall-
grímur „snarar" sínum knetti, þ. e. kastar honum. Það er því trú-
legt, að knattleikur hans hafi verið kast- eða gripleikur, nema
hvorttveggja hafi verið.
..Koss fékk hjá mér píka". Olafur Davíðsson telur þetta hið
sama og hét fram yfir síðustu aldamót „að kyssa kóngsdóttur-
ina", var og kallað „að kyssa jómfrúna". Sá er vildi freista þessa,
skyldi taka sér stcðu nær hálfri alin frá þili eða stoð og horfa frá
því, setja hendur á mjaðmir sér, beygja sig aftur og svo langt nið-
ur með þilinu, að hann næði með varir sínar að því, án þess að
mynda stút á þær. Á hann vildi engin kóngsdóttir kyssa. Um síð-
ustu aldamót voru margvísleg víti viðlögð, ef kossinn mistókst.
Ekki er ástæða til að rekja þau hér, enda er óvíst, að hin sömu hafi
ar aðrir léku sér á skíðum.
„Saltið vega vann". Þetta blasir við nú á dögum hvert sinn, sem
gengið er framhjá barnaleikvelli, enda þekkt í einhverri mynd við
nær hvert byggt ból á Islandi. Skal þessi bending nægja.
..Fara á skíðum fljótt ég gerði læra", sýnir Skagfirðinginn, —
Hólamanninn. Hann kveðst hafa lært það fljótt, þ. e. snemma
á árum (á unga aldri) og þarf ekki að efa það. Hallgrímur hefur
sennilega aldrei stigið á skíði, eftir að hann yfirgaf Skagafjörð. En
skíðaferðir hafa lengi verið iðkaðar við hann austanverðan, ekki
síður á Hólum en annars staðar. Hygg ég Hallgrím á þeim árum
flestum ólíklegri til að sættast á hlutskipti áhorfandans eitt, þeg-
ar aðrir léku sér á skíðum.
27