Skagfirðingabók - 01.01.1973, Blaðsíða 45
SNJÓFLÓÐIÐ Á SVIBNINGI
að mjög kviði hún dauða sínum. Eg var þá á tvítugsaldri og þótti
því sem svo fjarlægur gestur byði ekki ótta. Spurði ég hana þá,
á hvern hátt sá kvíði kæmi fram. „Ottinn við hart andlát", var
svarið, „óttinn við það, að líða miklar þjáningar við komu dauð-
ans".
Nú báru björgunarmenn líkin í suðurskálann og veittu þeim
umbúnað eftir föngum. Þegar þessu var lokið, mun klukkan hafa
verið 6 að morgni aðfangadags. Er þá að mestu heiðskír himinn og
veður mjög frjósandi. Eru þá björgunarmenn þreyttir mjög sem
að líkum lætur, en nutu þó því bemr þeirrar umbunar, sem er
ein hin æðsta gleði, að hafa gengið vel fram á hættunnar stund,
hlotið erfiði og erindi, án þess að ætlast til þakka eða launa.
Fleygðu þeir sér nú ofan í breðann á bæjarhlaðinu og lém líða
úr sér mestu þreytuna, áður en meir yrði aðhafzt. Varð þeim svo
næst fyrir að sinna búpeningi þeim, er lifði. Stóðu fjárhúsin, þau
er úti á túninu voru, og sakaði þar enga skepnu. Hafði snjóflóðið
klofnað ofan við húsin og fallið beggja megin við þau.
Uppi á gerðinu ofan við bæinn var hin ömurlegasta aðkoma.
Þar átti Anton sauðkindur sínar, tæpar þrjátíu að tölu, og rvö
hross. Hafði snjóflóðið tekið húsin. Voru sauðkindur allar dauðar
nema ein. Hafði hana ekki sakað. Hún ein af skepnum Antons
komst lífs af úr snjóflóðinu og hélt lífi. Hrossin voru bæði köfn-
uð í tóftinni.
Þá er kominn var bjartur dagur, tóku björgunarmenn að huga
eftir upptöku snjóflóðsins. Voru þau auðsæ hátt uppi í fjalli.
Var snæskriðan nálægt einum kílómetra á breidd. Nam hún ekki
staðar fyrr en vestur á Astungu — hrannaðist þar upp í hólunum
vestan við Kolbeinsá.
Komið var nær hádegi, þegar björgunarmenn héldu af stað frá
Sviðningi. Fóru þeir til næstu bæja þeirra erinda að fá lánuð drátt-
artæki, skíðasleða, sem þeir gengu fyrir og drógu á sjálfum sér.
Höfðu þeir enga bið við, en sótm fólkið allt, það sem lifði, og óku
því á sleðum burt af bænum. Var fólki þessu öllu, svo sem að líkum
lætur, sjálfboðið þar sem það vildi hafa dvalarstað. Hansína Elías-
dóttir fór að Smiðsgerði og með henni litla stúlkan. Jónína fór að
43