Skagfirðingabók - 01.01.1973, Blaðsíða 31
1
ÍÞRÓTTIR HALLGRÍMS PETURSSONAR
mun skák hafa þekkzt hér þá, t. d. er haft eftir Arngrími Jónssyni
lærða, að skák sé mikið tefld á Islandi á hans dögum. Hallgrímur
nefnir níu töfl. Af þeim eru sjö teningstöfl og því háðari höppum
en taflmennsku. Þó mun þess lítt verða vart í líkingamáli hans, að
teningurinn hafi orðið honum hugstæður.
Ekki skal þess freistað hér, að meta íþróttagildi þeirra leikja
Hallgríms, sem hér hafa verið taldir. A það er vert að benda, að
hann virðist hafa kveðið erindið á fallandi fæti, sbr. „Aður en
beygði elli engan leik ég sparði", enda eru þetta æskuleikir hans.
Einhver kynni því að ætla, að hann hafi verið kominn á „raups-
aldurinn”, hrörnun minnt á horfna frækni og glæst hana. Jafnvel
þó til þessa væri gripið til að draga úr gildi þessarar staðhæfingar
hans, er það þó eftir óvéfengjanlegt, að þessa leiki hefur hann
þekkt og iðkað. Flestir voru þeir alkunnir fram yfir síðustu alda-
mót. Engin ástæða er því til að ætla, að þeir hafi ekki haldið velli
í leikjum fjörmikilla unglinga í líkri mynd þetta skeið. Til eru
og skrásettar lýsingar á þeim frá ýmsum tímum, sem ekki verða
véfengdar. En eitt er víst: þessa leiki iðka ekki aðrir, þótt í æsku sé,
en fjörkálfar. Og þeir vinnast ekki, nema bak við þá standi mýkt,
fimi, líkamlegt atgjörvi. Þeir voru ekki iðkaðir sem íþróttir í nú-
tímamerkingu þess orðs, ekki líkamsrækt við handleiðslu þjálfara.
Þeir voru svölun ólgandi orku, heilbrigðrar þrár allrar æsku, alls
ungviðis. Ungmennið Hallgrímur Pétursson virðist því í þessari
sögu horfa við sem kattfimur fjörhnokki, en þroskað ungmenni,
hávaxinn, grannur, og þó með tiginborna mýkt í hreyfingum. Hún
er aðalsmerki fremstu íþróttamanna allra alda. Það má ekki
gleymast að enginn presmr fæðist vígður. Hallgrímur Pémrsson
er jafn öðrum fyrir þeim lögum.
Hér að framan hefur þess verið freistað, að gera nokkur skil
þeirri sjálfslýsingu sr. Hallgríms Péturssonar, sem hann átti frá
skeiðinu „áður en beygði elli", meðan hið lundlétta ungmenni
„engan leik sparði". Verður sú mynd í furðulegri andstæðu við þá
mynd, er sr. Jón Halldórsson bregður upp af honum í presta-
29