Skagfirðingabók - 01.01.1973, Page 167
VÍSNASYRPA
kemur viS sögu. Það er varla nema lítið brot af öllu því, sem ort
hefur verið til Stólsins, en bregður samt upp nokkuð fjölbreyttri
mynd af viðhorfum fólksins til þessa fjalls, sem svo oft minnir
á sig, og sýnir, hver ítök það hefur átt í hugum manna á lið-
inni tíð.
Aðeins einn vísnasmiður hefur beinlínis amazt við Tindastóli,
svo að mér sé kunnugt. Astæðan fyrir amaseminni er nokkuð
sérstök: Stóllinn skyggir á kvöldsólina, svo að hann fær notið
dýrðar hennar skemur en skyldi. Ekki veit ég, hver er höfundur
vísunnar, né hvenær hún er ort; líklega er hún þó nokkuð gömul.
Gizka má á, að höfundurinn hafi átt heima annað hvort á Reykja-
ströndinni eða í Gönguskörðum:
Á kvöldin aldrei sést hér sól,
sinnis minnkar róin.
Eg vil taka hann Tindastól
og troða honum ofan í sjóinn.
Baldvin Jónsson, kallaður skáldi, var alkunnur hagyrðingur
og gleðimaður í Skagafirði á ofanverðri 19- öld. Hann var ætt-
aður úr Þingeyjarsýslu, en dvaldist lengst ævi sinnar í Skagafirði,
og um árabil var hann í vinnumennsku á ýmsum bæjum í
Gönguskörðum. Heldur lá honum kalt orð til Skarðanna. Það var
hvort tveggja, að þar „þrimlaði af grjóti jörðin", og svo voru
Skörðin að hans áliti „meinaljót”. Það var heldur öngvum of
gott líf uppi í Gönguskörðum." Ekki hrósar Baldvin Tindastóli
heldur í vísunni, sem hér fer á eftir. Þó miklast honum bersýnilega
hrikaleikur þessa bergrisa:
Haus upp réttir hriki sá
hæst í rjáfur vinda.
Stóllinn gretmr starir á
storðar- bláan -linda.
Reyndar átti Baldvin einnig annað þel til Stólsins, enda var
hann tilfinningamaður og ekki við eina fjöl felldur. Eftirfarandi
165