Skagfirðingabók - 01.01.1973, Blaðsíða 91
GALDRA-BJÖRN í VILLINGANESI
inganesi. Þá syðri hafði aðalábúandinn, en þá ytri átti Björn. Hún
var honum allt í senn svefnhús, eldhús og geymsla. Þar var engum
hleypt inn, og hefur það sennilega átt sinn þátt í að koma á stað
kynjasögum um skemmubúann.
Sveinn Guðmundsson, síðar bóndi í Bjarnastaðahlíð, segist muna
eftir báðum þessum skemmum. Milli þeirra var sund, ekki breiðara
en það, að hægt var að stökkva þar á milli. En löngu fyrir síðustu
aldamót stóð aðeins syðri skemman, og nú veit enginn nákvæm-
lega, hvar skemma Björns hefur staðið.
Utog niður á túnhorni var fjárhús. Þar hafði Björn sauði sína og
þótti sýna þeim það hart, að sagt var, að þeir hefðu týnt tölunni
r.um vorin, en það var álit manna, að það hefði ekki skaðað efna-
bag hans svo mjög, því talið var, að á haustin hefði gamli maðurinn
reist þá við aftur með kunnáttu og sjónhverfingum, því það þótti
íurðu margt, sem hann rak burt og seldi. Og er þá skiljanlegt, af
r verju hann var nefndur Galdra-Björn.
Annað skepnuhús hafði Björn, sem stóð fyrir utan tún, lítið eitt
ofar en bærinn. Þar var byggt á grýtm holti, en með árum ræktaðist
blettur þar í kring og var kallaður Beinrófa eða Beinarófan hans
Björns. Þessi túnblettur var fráskilinn aðaltúninu og grjót víða
upp úr.
Tvær verzlunarferðir fór Björn á ári, vor og haust. I þeirri fyrri
fór hann í Hofsós eða á hafnir austan Skagafjarðar, þegar spekú-
lantar komu, eins og þessir lausakaupmenn voru nefndir. Þá seldi
hann prjónles og aðrar ullarvörur og keypti þá líka til ársins, og
álitið var, að þar hefði ekki verið munaðarvara nema brennivín
á kút, því þess voru dæmi, að hann gaf staup, en kom þá með það
út fyrir skemmudyrnar. I þessari ferð fór hann ævinlega út í Fljót á
gamlar stöðvar, en það var hátmr hans að láta vinna ullina í band
í Fljótunum, prjónaði svo úr því sjálfur. Var hann jafnan lengi
í þessum vorferðum.
Síðari ferðin var farin með sauði til slátrunar; þá rak hann til
Akureyrar og seldi í útlend skip. Fréttir bárust um það, að ekki
væri gróðavænlegt að kaupa að Birni, og af þeim ástæðum komu
þær ágizkanir, að þar hefðu sumir verið rýrir í roði.
89