Skagfirðingabók - 01.01.1973, Page 182
EFTIRMALI
Dregizt hefur lengur en góðu hófi gegnir að koma 6. hefti
Skagfirðingabókar til áskrifenda, og eru þeir beðnir velvirðingar
á því. Töfunum valda eftirgreindar ástæður öðrum fremur: Rit-
stjórnarmenn hafa ekki sökum margvíslegra anna getað sinnt
sem skyldi efnisöflun og vinnu að útgáfunni, enda hefur hvort-
tveggja frá upphafi verið innt af hendi í sjálfboðavinnu. I öðru
lagi kemur það til, að nú sem fyrr hefur næsta lítið borizt af að-
sendu efni, og hefur ritstjórnin fyrir þá sök orðið að herja á höf-
unda, grafa upp efni í söfnum eða leggja það sjálf af mörkum,
en raunin er sú, að hvert hefti er ótrúlega efnisfrekt, þótt ekki sé
nema meðalbók að blaðsíðutali, því svo drjúgt er letrið, sem
notað hefur verið. í þriðja lagi vill það hefti, sem geymir nafna-
skrár líkt og þetta, verða nokkuð síðbúnara en önnur, þar eð ærið
starf og tafsamt fer í gerð slíkra skráa. Þær eru á hinn bóginn
ómissandi, eigi ritið að verða til fræðilegra nota, svo sem að er
stefnt.
Frá og með næsta hefti hættir Skagfirðingabók að birtast með
árbókarsniði; þess í stað munu heftin koma úr eftir ástæðum, þó
eigi sjaldnar en annað hvert ár. Tölusetningu á bókarkápu mun
haldið, þannig að næsta hefti verður hið sjöunda í röðinni. Engin
breyting er fyrirhuguð á efnisvali, ytri sniðum eða stærð hvers
heftis, ritið heldur með öðrum orðum þeim svip, sem það hefur
haft, og verður áfram sögurit, helgað Skagafirði og Skagfirðing-
180