Skagfirðingabók - 01.01.1973, Blaðsíða 163
MINNISSTÆÐUR HÁKARLSRÓBUR
Gíslason á Lágmúla, sem staddur var þar á bæjunum. Sóttist nú
róðurinn betur og tókst loks að ná upp undir Ketukögur, og var
lagzt þar við stjóra, var þá klukkan 11 á miðvikudagskvöld, og
höfðu þeir á Sæfara setið samfellt í 11 tíma undir árum.
Víkur nú sögunni heim á bæi þeirra, sem á sjónum voru. Þegar
Sveinn og Jón komu í land í Kelduvík með hákarlinn, var þegar
sent út í Hraun eftir mannhjálp, til að bjarga honum undan
sjó, en Sveinn og Jón héldu strax út aftur.
A Hrauni var fjármaður um veturinn, Jónatan Guðmundsson
frá Víkum. Einnig var þar móðurafi minn, Kristmundur Guð-
mundsson, sem þá var orðinn aldraður. Fóru þeir Jónatan og
Kristmundur fljótlega suður í Kelduvík til hjálpar.
Leið nú langur tími, svo að ekki komu þeir Sveinn og Jón aftur,
eins og búist var við. Sveinn afi minn átti sjónauka allgóðan.
Var hann oft notaður til að fylgjast með úr landi, þegar verið var
í hákarlalegum. Tók nú Guðbjörg Kristmundsdóttir, kona Sveins
M. Sveinssonar, sem áður er getið, sjónaukann og fór að skyggn-
ast um eftir bátunum. Brá þá svo við, að hún sá ekkert til þeirra,
en það átti að sjást vel, þar sem þeir voru, ef allt væri með felldu.
Þegar ekkert sást til Sæfara, tók fólkið í Kelduvík að óttast um,
að eitthvað vofveiflegt hefði hent. Skipið gæti hafa liðast sundur
af þunganum, sem á það var lagður. Ekkert sást heldur til hins
bátsins.
I Kelduvík var heima Guðbjörg Kristmundsdóttir, sem áður er
nefnd, ásamt ungum börnum sínum og öldruð tengdamóðir henn-
ar, Guðbjörg Jónsdóttir, kona Sveins Jónatanssonar. A Þang-
skála var María Sveinsdóttir, kona Jóns Sveinssonar og móðir
Sveins og Péturs, sem áður getur, ásamt Guðbjörgu dóttur sinni
fullorðinni og nokkrum yngri börnum sínum. A Hrauni var
móðir mín, Guðrún Kristmundsdóttir, með sex börnum sínum
ungum og aldraðri móður sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur.
Þegar nokkur tími leið svo, að ekkert sást til bátanna, héldu
þeir Jónatan og Kristmundur, sem áður getur, heimleiðis. Komu
þeir við á Þangskála og sögðu tíðindin.
Móðir mín hefir sagt mér svo frá, að þegar þeir komu heim í
161
n