Skagfirðingabók - 01.01.1973, Side 53
ÁBÆJARKIRKJA í AUSTURDAL
leitar hærra í tign fjallanna og maðurinn hefur augu sín til himins.
Helztu prýði hins fyrra kirkjustíls, milligerð og bita, vantar, en
víst eru söfnuður og prestur sameinaðri, þegar þessi gamli arfur
aðgreiningarinnar er týndur, þótt snotur væri að sjá, þegar kirkj-
an var ekki notuð til safnaðarguðsþjór.ustu. Að skarsúðinni er
meiri eftirsjá, því að hvelfingar hæfa aðeins háreistum og stór-
um kirkjum, sem eru mjög fáar hér á landi. — Torfþak var í upp-
hafi á kirkjunni, en rofið og járnklætt fyrir rúmum 20 árum, er fúa
var tekið að gæta. I gripum á kirkjan allan búnað til helgihalds í
góðu lagi. Kaleikur er gamall, sem vænn þjónustubikar, af tini,
klukkur gamlar og taflan, sem þegar er getið. Tekur kirkjan lið-
lega 30 manns í sæti.
Fyrir hálfri öld var reist þessa húss mikið átak. Mosinn, sem nú
grær á veggjunum, er velþóknun Guðs, í sköpun hans, á því verki,
sem var harðla gott. Og hann mýkir fyrir mannsauganu það verk,
sem var unnið hörðum höndum — en minnir á trúarþelið, hve það
fegrar, og hinn sálarlega vöxt í frumgróðanum, sem á að erfa hið
eilífa og taka lit þess og skrúði.
Kristján Kristjánsson á Abæ var nýlátinn, er kirkjan reis í suð-
vesturhorni garðsins, en merk kona hans, Ingibjörg Jónsdóttir,
frænka síra Arnljóts á Bægisá, enn á staðnum.20 Valgerður dóttir
þeirra og Hrólfur Þorsteinsson, maður hennar, bjuggu á jörðinni.
A Skatastöðum voru hjónin Guðjón Þorsteinsson og Ingibjörg
Aronsdóttir, Björn Þorsteinsson og Margrét Sigtryggsdóttir, setzt í
bú eftir foreldra þeirra bræðra, Þorstein Sigurðsson og Ingibjörgu
Guðmundsdóttur. A Merkigili bjuggu í elli Egill Steingrímsson og
Sigurbjörg Jónatansdóttir, höfðingjar í héraðinu. Þessir 3 bæir voru
nú eftir í byggð í sókninni. Aræði þessa fólks og bjartsýni er fágæt
og á ekki hliðstæður, nema í Jóni A. Stefánssyni í Möðrudal.
Þegar hinn fámenni söfnuður hafði komið upp kirkjunni, var
hún vígð til kirkjulegrar þjónustu. Prófasturinn, síra Hálfdán
Guðjónsson21 á Sauðárkróki, vígði kirkjuna. Gat hann þess í
vígsluræðu sinni, að söfnuðurinn hefði ekki mátt til þess hugsa,
að klukkurnar á Abæ hljóðnuðu að fullu, og væri framtak sóknar-
manna lofsvert og merkilegt. Eftir vígsluna prédikaði sóknarprest-
51