Skagfirðingabók - 01.01.1973, Síða 89
ÞRJÁR SLYSFARIR í FLJÓTUM
lá beina leið frá Haganesvík og upp hjá Hraunum, yzta bænum í
Austur-Fljótum, og var það bein leið til Siglufjarðar. En leið þessi
var hin svokallaða Hraunamöl, sem verður milli Miklavatns og
sjávar, allt frá Hraunahólum að austan til Borgarnefs að vestan.
Brugðu margir á þetta ráð, að fara Hraunamöl, sem kallað var.
En þetta var stórhættuleg leið og raunar ekki fær nema kunnugum
mönnum á traustum hestum, því að ósinn, sem var milli vatns og
sjávar, var ekkert lamb að leika sér við. Með aðfalli var hörku
innstraumur og hið sama gilti um útfall. Helzt var að fara yfir,
þegar lágsjáva var, en næstum alltaf var þó sund og var svo allt
til 1910, en þá var hann farinn að grynna. Þá var önnur hætta
þarna á leið, ekki mikið veigaminni en hin, hætta sem ókunnugir
vöruðu sig ekki á. Næstum miðja vegu milli Hraunahóla og Borgar-
nefs var varphólmi í vatninu, og fyrir austan hann lá lón úr Mikla-
vatni og beygði til vesturs milli hans og malarinnar, því að þá var
mölin ekki komin inn á hólmann eins og nú er. Okunnugir tóku
lón þetta oft fyrir ósinn og riðu út í og gat þá illa farið, því að lónið
var hyldjúpt og svo snarbrattir barmarnir, að hestar blátt áfram
steyptust fram af marbakkanum. I æsku heyrði ég talað um menn,
sem höfðu lent þarna í illhleypum, en þó aðeins eina drukknun
þarna, eftir því sem mér var tjáð af gömlu fólki.
Hinn 26. júní 1857 kom að Hraunum Guðvarður nokkur Guð-
mundsson, talinn ógiftur bóndamaður frá Bjarnastöðum — sum-
ir sögðu Bjarnastaðagerði — í Unadal á Höfðaströnd, á leið til
Siglufjarðar. Hafði hann þar viðdvöl nokkra og kvartaði mjög yfir
vegalengdinni fram fyrir vatn og fjasaði mjög um, hve mikill
munur væri að geta farið beint vestur yfir möl.
Daginn eftir, þann 27. júní, seint að kvöldi sást frá Hraunum
ríðandi maður fara vestur Flæðar og Skeiðhólma. Fór hann allgreitt
og hikaði ekki, er hann kom að hinu fyrrnefnda lóni, heldur reið
hiklaust út í. Sá fólkið frá Hraunum, að hestur og maður fóru
í kaf. Von bráðar kom þó hesmrinn í Ijós og synti til sama lands,
en maðurinn sást ekki. Hlupu piltar þegar á vettvang. Var þá mað-
urinn sokkinn, og var slæddur upp. Reyndist þetta vera Guðvarð-
ur, er komið hafði að Hraunum daginn áður.
87