Skagfirðingabók - 01.01.1973, Side 37
SNJÓFLÓÐIÐ Á SVIÐNINGI
anir gilda að sjálfsögðu neðar í dalnum. Verður þeim áttamiðunum
fylgt hér samkvæmt almennri málvenju.
Fjöllin austan Kolbeinsdals eru giljum grafin. Eru gilin með
miklum fláendum upp við brúnir. Verða því hnjúkarnir milli gilj-
anna typptir efst og verða breiðastir niður við fjallsrætur. Af því
mun nafnið dregið. Einstakir hnjúkar nefnast Sviðningshnjúkur
(ofan við Sviðning), Saurbæjarhnjúkur og Bæjarhnjúkur yfir
Skriðulandi. Svo eru hnjúkarnir nefndir sérstökum nöfnum innar
í dalnum. Eftir stefnu dalsins má marka, að hann er oft snjósæll
í norðanátt, einkum austan megin ár.
Fardagaárið 1925—1926 var tvíbýli á Sviðningi. Þar bjó þá Sölvi
Kjartansson, 29 ára, og kona hans Jónína Jónsdóttir á sama aldri.
Höfðu þau búið þar frá 1922. Jónína eignaðist jörðina eftir föður
sinn, Jón Hafliðason á Sviðningi, sem lézt 28. febrúar 1921. Kjart-
an, faðir Sölva, var Vilhjálmsson frá Háakoti (Jónssonar). Bjó
Kjartan á Þverá í Hrolleifsdal við manntal 1910. Kona Kjartans
og móðir Sölva var Sigríður Guðjónsdóttir. Dóu þau hjón í elli
hjá syni sínum, Jóni bílstjóra á Sólbakka við Hofsós, löngu síðar
en þeir atburðir gerðust, er hér verður frá sagt.1
Þau Sölvi og Jónína áttu dætur tvær, Sigríði 11 mánaða og Onnu
2ja ára. Á vist með þeim var gömul kona, Hansína Elíasdóttir, 73ja
ára. Þar var og í húsmennsku Guðbjörg Baldvinsdóttir, 57 ára. Hún
var alsystir Sigmundar Baldvinssonar, sem bjó í Grafargerði á
Höfðaströnd 1899—1909- Guðbjörg fluttist þangað næsta vor áð-
ur. Vann hún mest annars staðar, þótt hún ætti þar lögheimili.
Þennan vetur var hún í Saurbæ fram undir jól og starfaði að tó-
vinnu hjá Ragnheiði húsfreyju Þorláksdóttur. Margbauð Ragn-
heiður henni að vera þar um jólin. Ekki þá Guðbjörg það, en vildi
umfram allt vera heima hjá sér um hátíðina.
Andbýlingur Sölva var Anton Gunnlaugsson, 32ja ára, sonur
Gunnlaugs Guðmundssonar og Sigurlaugar Jónsdóttur. Við mann-
tal 1910 bjuggu þau á Stafshóli í Deildardal. Kona Antons, Sigur-
1 Dóttursonur þeirra hjóna, Kjartans og Sigríðar, er séra Þorleifur
Kjartan Kristmundsson, sóknarprestur á Kolfreyjustað.
35