Skagfirðingabók - 01.01.1973, Blaðsíða 153
SENDIBRÉF FRÁ NÍTJÁNDU ÖLD
góðum vitnisburðl Hann var settur dómkirkjuprestur í Reykja-
vík 1835, en fékk Odda á Rangárvöllum ári síðar, en Helgi Thord-
arsen, síðar biskup, varð dómkirkjupresmr. Séra Asmundur var
lærdómsmaður og góðmenni, en lá mjög lágt rómur (var bilað-
ur í hálsi) og auk þess fljótmælur nokkuð, svo að orðið fór fyrir
ofan garð og neðan hjá söfnuðinum. Eftir hinn sögulega atburð
í dómkirkjunni hófust miklir flokkadrættir milli sóknarbarna
hans, og lyktir urðu þær, að hann lét undan síga, sótti aftur um
Odda og fékk veitingu fyrir honum í janúar 1854 og hélt til
dauðadags 1880. Ekki fara sögur af predikunarstarfi hans þar,
heyrn Rangæinga eða staðfestu þeirra í kristindómi, en hitt er
víst, að geistleg yfirvöld töldu vanzalaust að skipa hann sálu-
sorgara þeirra. Sára Ásmundur var kvænur Guðrúnu systur Gríms
Thomsens. Meðal barna þeirra var Þóra Agústa (1851—1902)
móðir Ásmundar, síðast biskups, Helga bankastjóra og þeirra
systkina.
Séra Sveinbjörn Hallgrimsson (1815—1863) ritstjóri Þjóð-
ólfs skipaði sér í flokk með hinum frjálslyndari mönnum. Ut-
gáfubann var sett á Þjóðólf af stiftsyfirvöldum 20. febrúar 1850,
þar eð ritstjórinn hugðist birta í blaði sínu tölu sína í dómkirkj-
unni. Var blaðið sett, er banninu var skellt á. Séra Sveinbjörn
sigldi þá til Kaupmannahafnar og leitaði réttar síns, og var bann-
ið úr gildi fellt. Hinn 25. apríl kom út í Kaupmannahöfn blaðið
Hljóðólfur, og stendur á því 2. árg. 30.—31. tbl., eins og stóð á
því eintaki Þjóðólfs, sem bönnuð var útkoma á. — Ollu þessu
málavafstri hefur Guðbrandur smiður trúlega verið vel kunnug-
ur, þar eð hann var mágur biskupsins.
K. B.
Reykjavík, þann 24da Martii 1850.
Heiðvirði elskulegi vinur!
Hjartanlega þakka ég þér fyrir kærkomið tilskrif með mann-
inum, ég man nú ekki hvað hann heitir, og þar með fylgjandi
sendingu, nl. 20 rbd. — Það gleður mig verulega að frétta þín
151