Skagfirðingabók - 01.01.1973, Side 134
SKAGFIRBINGABÓK
upp í fang sér, heldur svo áfram upp á hlað og fór hvorki hægar
né hraðar en áður, sagði afi. Þegar upp á hlaðvarpann kom, slepp-
ir Pétri taumi hestsins, en heldur áfram með byrði sína upp
að skemmuþili, sem var norðarlega í bæjarröðinni. Reiðingum
var staflað upp við þilið norðan dyra. Upp á þennan bunka leggur
svo Pémr steininn ofur kyrfilega. Þá var afi þar kominn, og heils-
ast þeir vinirnir innilega og afi segir:
„Þakka þér kærlega fyrir steininn; alltaf hef ég gaman af að
sjá hraustleg handtök, þó siálfur sé ég linur til átaka. En gerðu
nú svo vel að ganga í bæinn.”
Pétur tafði lengi dags og þáði hressingu, er fram var borin. En
þar kom, að hann sýndi á sér fararsnið, og fylgdu þau hjónin hon-
um til dyra. Þegar út á hlaðið kom, sjá þau, að steinninn er kom-
inn í sitt fyrra sæti fram á hólbrúnina. Var nú farið að grenslast
eftir, hver hefði verið þarna að verki, en að lokum bárust böndin
að Hólmfríði, enda synjaði hún þessu ekki, að svo væri. Pétur
leit rannsakandi á konuna og mælti síðan og kvað fast að orð-
unum:
„Þetta máttu nú ekki gera, Hólmfríður sæl, og allra sízt þegar
þú ert þannig á þig komin og nú." Síðan leit hann kímleimr á
Eirík og bætti við: „Eg ætlaði þér þetta handtak, sem konan þín
er búin að taka frá þér."
Þegar þetta gerðist, fór amma ekki kona einsömul." Valdimar
varð þögull um stund, en hélt síðan áfram: „Af steininum er nú
fátt fleira að segja annað en það, að síðan Pémr Pálmason vígði
hann forðum hafa margir reynt orku sína á honum. Hér í Djúpa-
dal hafa nokkrir sveinar dvalizt sín þroskaár, og flestir, ef ekki
allir, hafa þeir glímt við hestasteininn, auðvitað með misjöfnum
árangri. Þeir segja, að þú sért vel að manni, Jónas. Þú ættir að
þreifa á kauða, og blessaður taktu Stjána með þér og komdu hon-
um á lagið. Hann er orðinn allstyrkur eftir aldri, en linur í átök-
um, enda óharðnaður, greyið."
Eg svaraði tilmælum Valdimars eitthvað á þá leið, að kraftar
mínir væru ekki í frásögur færandi, en gjarna skyldi ég reyna til
að koma Stjána af stað.
132