Skagfirðingabók - 01.01.1973, Page 149
SENDIBRÉF FRÁ 19. ÖLD
Um bréfritarann
Guðbrandur Stefánsson, höfundur eftirfarandi bréfs,
fæddist 1786. Foreldrar hans voru Stefán Guðbrandsson bóndi
í Hvammi í Kjós og kona hans Halldóra Bjarnadóttir. Fyrri kona
Guðbrands var Ástríður Guðmundsdóttir (Thordarsen), alsystir
Helga dómkirkjuprests, síðar biskups. Þau áttu eina dóttur, Guð-
rúnu, sem varð kona Teits Finnbogasonar dýralæknis í Reykja-
vík.
Guðbrandur, var völundur mesti og hugvitssamur í bezta lagi.
Hann varð járnsmiður að mennt, en stundaði jafnframt aðrar
smíðar. Fór þegar af honum mikið orð, hafði hann þó iðn sína
lengi að aukastarfi. Hann var um skeið verzlunarstjóri í Hafnar-
firði, einnig í Hofsósi og Grafarósi.
Þegar C. Nisson kaupmaður hóf lausaverzlun á Skagafirði um
1830, réðst Guðbrandur í þjónustu hans, settist árið 1833 að í
Hofsósi, stóð þar fyrir húsbyggingum á vegum Nissons og varð
jafnframt verzlunarstjóri hans þar. Skammgóður vermir varð þó
að þeirri höndlun, því að Havsteinar, sem drottnuðu yfir verzlun
á þessum slóðum, vildu vera einir um hituna. Yfðust þeir við
keppinaut sinn og vildu burt. Skagfirðingum gazt vel að verzlun-
arháttum Nissons og fulltrúa hans, en Hofsóshöndlun hafði sem
fyrr tögl og hagldir, því að flestir voru skuldugir henni. Bjarni
amtmaður Thorarensen varð að setja niður deilur kaupmannanna.
147