Skagfirðingabók - 01.01.1973, Side 174
LÍTIÐ EITT UM ÞÓRÐARHÖFÐA
eftir JÓN JÓHANNESSON
Þórðarhöfði er austan megin Skagafjarðar. Er hann
raunar eyja, sem tengd er við austurströndina með tveimur malar-
rifum, því nyrðra, sem gengur úr norðausturhorni höfðans í stefnu
á bæinn Höfða, og hinu, sem gengur úr höfðanum suðaustan-
verðum í suðlæga stefnu á bæinn í Bæ. Milli þessara tveggja malar-
rifja er stórt stöðuvatn, sem nefnist Höfðavatn. Var fyrr á tíð
ekkert opið afrennsli úr því í sjó, en skömmu eftir síðusu aldamót
braut vatnið allstóran ós í gegnum syðri mölina, sem heitir Bæjar-
möl. Lækkaði þá mjög í vatninu, og mynduðust stórar leirur suður
af Höfðamölinni. Fram að þeim tíma var silungsveiði mikil í
vatninu, en við þetta þvarr hún allmjög, en hefur á síðari árum
aukizt aftur. Var silungurinn bæði veiddur í net og með ádrætti
nokkuð, en einnig og hvað mest kræktur upp um ísinn á vetrum.
Var það kallað að dúa fyrir silung, en aðferðin var þessi: að
höggvið var gat á ísinn, sem svaraði 4 þumlungum í þvermál, og
lá veiðimaðurinn yfir því og sá niður í vatnið. Hafði hann sem
veiðarfæri tvö mjó prik, venjulega hrífusköft. Neðan í annað
þeirra, það sem hann hafði í hægri hendinni, var festur einn eða
fleiri smáir önglar (línuönglar), en neðan í það skaftið, sem hann
hafði í vinstri hendi, var festur dauður silungur. Var gerð ofurlítil
rauf í mitt bakið á silungnum, mátuleg fyrir breiðari enda skafts-
ins og því smngið þar í, en lítið splitti úr tré sett í gegnum roðið
á silungnum báðum megin; gekk það jafnframt í gegnum gat,
172