Skagfirðingabók - 01.01.1973, Page 145
ÚR SKÚFFUHORNI
Fátækri bóndakonu framan úr sveit, sem reið í kaupstað út að
Kolkuósi, þegar fyrsta verzlunarskipið kom þar í nýjum sið, þótti
að vonum sögulegt að horfa út á leguna. Oðru vísi mér áður
brá, hugsaði hún. Og henni varð vísa á munni:
Svaninn ráar segl með há,
settan gljáum borðum,
Kolbeinsáar ósi hjá
aldrei sá ég forðum.
Þessi kona var Guðrún Hallsdóttir í Bólu, amma Olínu Jónas-
dóttur skáldkonu.
8.
Árin 1788—1819 bjó á Ytra-Skörðugili á Langholti
Brandur Brandsson, er sumir kölluðu Kjafta-Brand, segir Gísli
Konráðsson í þætti af Hryggja-Jóni og telur þar börn hans. Til
Brands á Skörðugili er beinakerlingarvísa þessi, og er ógetið
höfundar:
Þó ég gái suður á Sand,
sést ei karl í bili;
mest ég þrái monsjör Brand
minn frá Skörðugili.
9.
HrÓlfur Þorsteinsson frá Álfgeirsvöllum, bróðir Jóns
sterka á Hryggjum í Staðarfjöllum og Gunnlaugs í Pottagerði,
bjó allvíða um miðbik Skagafjarðar vestan Vatna, síðast á Ipis-
hóli 1797—1804. „Þeir bræður voru allir miklir fyrir sér," ritar
Einar Bjarnason í Sögu frá Skagfirðingum, og á margt manna
ætt sína að rekja til þeirra.
Hrólfur bar nafn forföður síns í beinan karllegg, Hrólfs sterka
Bjarnasonar (16. öld), lögréttumanns á Álfgeirsvöllum, og var
143