Skagfirðingabók - 01.01.1973, Síða 128
SKAGFIRBINGABÓK
gjört. Sér enn grjóturð þar, sem haugur hans var ger, og heitir
þar Hróarsleiði.
Þegar þeir bræður, Sigurður og Jónas, synir Jóns Benediktsson-
ar, bónda í Hróarsdal (d. um 1883), voru á yngri árum, fóru
þeir eitt sinn og grófu í Hróarsleiði. Fundu þeir þar mannabein
mörg og meðal annars hauskúpu af, að því er virtist, mjög stór-
um manni. Sagðist Jónasi svo frá, að hann hefði ekki getað spann-
að hana með báðum höndum frá ennisbrún og aftur hnakkabein,
og var hann þó handstór maður. Jaxlar voru heilir og ógallaðir
og hauskúpan að öllu hin traustasta. Hún hafði verið miklu lengri
aftur og fram en á breiddina og því líkari norrænu langhöfða-
kyni en keltnesku stutthöfðakyni. Er því líklegt að Hróarr hafi
verið norskur, en ekki úr Suðureyjum.
Þeir bræður, Sigurður og Jónas, létu hauskúpuna aftur í dysina
og bjuggu um sem vandlegast. Þess skal getið, að þarna er mjög
þurr smiðjumósmelur uppi á háklöpp, og því eðlilegt, að bein og
tennur geti geymzt þar lengi lítið fúið.
(Eftir handriti Sigurðar Olafssonar, Kárastöðum, en heimildar-
maður hans var Jónas Jónsson, bóndi í Hróarsdal, sem var
bæði fróður og langminnugur. Skrásett 1935).
Litlaklöpp í Hróarsdal
Út úr bæjarhólnum rétt sunnan við bæinn Hróarsdal í Hegra-
nesi er lítil klöpp, sem heitir Litlaklöpp. Þar er talið að huldufólk
búi, og skal sér setja þessa sögu því til sönnunar:
Það var eitt sinn á föstunni, líklega 1887, en þá var siðvenja
í Hróarsdal að lesa húslestur, eins og almennt var gert. Þá var það
með föstubyrjun, að allt fólkið heyrði sungið fyrir sunnan bæinn,
og kom söngurinn frá klöppinni, og heyrðist hann inn í baðstof-
una, því gluggi var þá á suðurstafni hennar, og voru erindin úr
Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Hlé varð á söngnum, sem
svaraði, að lesið væri eða ræða flutt, og byrjaði svo söngurinn
aftur. Endurtók þetta sig á hverjum degi alla föstuna út, en aldrei
næstu ár þar á eftir.
(Eftir handriti Sigurðar Olafssonar, Kárastöðum. Skráð 1934).
126