Skagfirðingabók - 01.01.1973, Side 147
ÚR SKÚFFUHORNI
Ekki ýkja löngu eftir fráfall Andrésar Björnssonar sátu nokkr-
ir gamlir sveitungar hans í Skagafirði kringum borð heima á Víði-
mýri og leimðu frétta af framliðnum. Þá vildi svo til, að hring-
hend vísa tók að fæðast undir höndum þeirra staf fyrir staf, og
að síðustu kom nafnið Andrés Björnsson. Vísan var á þessa leið:
F.f þið stafa eruð fróð,
upp þið grafið stefið.
Er þá vafi, að ég Ijóð
ykkur hafi gefið?
11.
Maður hét Guðmundur og var sonur Þorsteins Þor-
steinssonar á Kerhóli í Eyjafirði. Guðmundur fæddist árið 1807,
kom í Skagafjörð rösklega þrítugur og var vinnumaður á bæjum
í framsveitunum, þar til hann hóf búskap í Villinganesi í Tungu-
sveit vorið 1850. Þar dó hann á sóttarsæng fjórtán árum síðar,
sæmilega efnaður, átti meðal annars 6 hundruð í Villinganesi.
Guðmundur kvæntist tvisvar og eignaðist tvö börn fyrir hjóna-
band. Var annað Jón, sem lengi bjó í Viliinganesi, faðir Dýrólínu
skáldkonu á Fagranesi.
Lítil saga er til af Guðmundi Þorsteinssyni. Það var einhvern
dag, er hann hafði búið um sinn í Villinganesi, að hann fann
skrýtinn smástein í Kerlingarsundi, mýrarspildu suðvestan í Tung-
unni. Kerlingarsund heitir svo eftir stökum klettadrang, Kerl-
ingu, sem gnæfir þar og er nátttröll. Steinmoli þessi lá hjá Kerl-
ingunni. Guðmundur hafði hönd á honum, brá honum upp í
sig og fann sætabragð. Þótti honum steinninn að vonum merki-
legur og fór með hann heim. Var það síðan oft, að Guðmundur
bóndi lét steininn liggja í munni sér, ef hann drakk eitthvað, til
að mynda heita mjólk.
Aðföng:
1. Sögn Björns Egilssonar á Sveirsstöðum.
2. Vísurnar eftir uppskrift Bjarna Halldórssonar á Uppsöl-
um í Lbs. 2443—45, 8vo.
145
10
L