Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 8
8
FRÁ RITSTJÓRA
Hann rekur þróun umbreytinga í náttúruvísindamenntun á vesturlöndum á síðari hluta
tuttugustu aldar sem hófst í Bandaríkjunum. Snúið var frá fyrri áherslu á þekkingu á
fræðigreinunum eðlisfræði, efnafræði og líffræði og í staðinn lögð áhersla á að þjálfa
nemendur sem litla vísindamenn. Meyvant byggir hér á hugmyndum Roberts E. Yager,
prófessors í Iowa í Bandaríkjunum, sem hélt því fram að „náttúruvísindaleikurinn“ eins
og hann kallaði þetta hefði aldrei verið leikinn, og þá ekki heldur í íslenskum grunn- og
framhaldsskólum. Þar sem erfitt hefur reynst að ná samkomulagi um stefnu á þessu
mikilvæga sviði menntunar hefur stöðnun ríkt í námskrárþróun í kennslu náttúruvís-
inda, að mati Meyvants.
Þótt þessar þrjár sögulegu greinar séu skrifaðar út frá mismunandi forsendum um
kennslugreinar sem þróast hafa undir afar ólíkum formerkjum á mismunandi tímum
fjalla þær allar um upphaf kennslufræði greinanna. Þeim er ætlað að vera hlutaðeigandi
hvatning til að skoða þær tilraunir sem gerðar hafa verið til úrbóta og læra af þeim.
Fylgjast þarf með slíkum tilraunum og varðveita niðurstöður til notkunar við frek-
ari þróun skólastarfs í stað þess að henda því sem fyrir er og taka fyrirvaralaust upp
nýtt, hversu spennandi sem það kann að virðast í svipinn. Annan lærdóm má draga af
þessum greinum, nefnilega að bjóða þurfi kennurum stuðning við innleiðingu nýjunga
og svo lengi þar á eftir sem nauðsynlegt er í stað þess að ætlast til þess að þær skjóti
rótum í skólastarfi af sjálfsdáðum. Þarna er því að finna mikilvægan hagnýtan fróðleik
og ábendingar um þróun skólastarfs.
Síðan koma nokkrar greinar sem fjalla um skólastarf í nútíð; sú fyrsta um væntingar
leikskólabarna til grunnskólagöngu. Jóhanna Einarsdóttir lýsir þar rannsóknarvinnu-
brögðum sem beitt er til að fá fram hugmyndir ungra barna um það sem framundan
er í skólagöngu þeirra og fjallar hún um þessar hugmyndir út frá forsendum barnanna
sjálfra. Guðrún Alda Harðardóttir og Baldur Kristjánsson fjalla um rannsókn á viðhorf-
um leikskólakennara og aðferðum við valdeflingu leikskólabarna sem er viðfangsefni
Guðrúnar Öldu í doktorsverkefni hennar undir leiðsögn Baldurs. Þau byggja gagna-
greiningu á líkani Sigrúnar Aðalbjarnardóttur og Roberts L. Selman um uppeldis- og
menntunarsýn kennara. Hafdís Guðjónsdóttir og Jóhanna Karlsdóttir segja frá rannsókn
sem unnin var í samstarfi við nokkrar aðrar Evrópuþjóðir og leitast við að svara því
hvort kennaranemar fái viðunandi undirbúning til að kenna í skóla án aðgreiningar.
Niðurstaðan er að svo sé ekki og staðfestist þar með gamalt umkvörtunarefni margra
almennra grunnskólakennara. Að lokum er grein um árangursríka beitingu atferlis-
greiningar og stuðnings við 7–8 ára drengi sem hafa átt erfitt með að fylgja reglum skól-
ans um hegðun. Slíkir nemendur hafa löngum verið aðaláhyggjuefni almennra kennara
sem leitast við að kenna í anda skóla fyrir alla. „Nú er ég alveg búinn að fatta hvernig
ég á að vera“ er haft eftir einum þátttakendanna sem breytti langvarandi erfiðri hegðun
sinni til hins betra með stuðningi í grunnskóla í kjölfar virknimats og undir handleiðslu
sérfræðings í atferlisgreiningu og sérkennara. Þessi grein Guðrúnar Bjargar Ragnars-