Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 14

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 14
14 Gunnlaugur Sigurðsson og Kristján Kristjánsson helmingi tilfella, án þess að nokkur sérstök skýring liggi fyrir hvers vegna það geri það ekki líka í hinum helmingnum. (Al- menningur sem les um niðurstöðurnar í fjölmiðlum skilur þær hins vegar oft ceter- is-paribus skilningi, sjá Keller, 2011.) Annar vandi er sá að hinar meintu „hlutlægu“ breytur félagsvísindanna, þar á meðal menntunarfræðanna, eru einatt fengnar með tölfræðilegum útreikningum út frá spurningalistum þar sem svörin eru ekki „hlutlægari“ en svo að auðvelt virðist að framkalla blekkingar og sjálfsblekkingar með minni háttar aðstæðu- og orðalags- breytingum (Nisbett og Ross, 1980). Þessi „eðlisfræði mannlífins“ er því oftar en ekki fremur grunnfær og hvikul. Talsmenn eigindlegrar aðferðafræði ein- blína á þessa agnúa og bjóða í staðinn upp á rannsókn á huglægum rauntengslum sem velta á „djúpum skilningi“ á orðum rann- sóknarviðfanganna. Heimspeki (veru- og þekkingarfræði) eigindlegra rannsóknar- aðferða er sótt í smiðju heimspekinganna Husserls og Heideggers. Hængurinn þar er hins vegar sá að vegna andúðar á „vís- indalegum pósitífisma“ og upphafningar á svokallaðri „hugsmíðahyggju“, sem ein- staklingsvæðir þekkingarsköpunina, hafa eigindlegir aðferðafræðipostular gleymt þeirri sameiginlegu forsendu Husserls og Heideggers að eigindleg rannsókn eigi að afhjúpa sameðli mannlegrar skynjunar og reynslu. Þvert á móti er nú á dögum einatt talað um viðmælendur rannsak- andans sem „meðrannsakendur“ og þeir taldir, hver um sig, æðstu dómarar á eðli eigin reynslu og skynjana. Hið „huglæga“ hjá Husserl og Heidegger, sem vísaði til huglægni mannsandans sem slíks, er orðið samheiti yfir „hið einstaklingsbundna“ eða „hið afstæða“: ritskýring án nokkurs sameiginlegs texta (sjá t.d. beitta gagnrýni og dæmi hjá Paley, 1997; 1998). Það er um leið orðið að nokkurs konar sjálfgefnum fyrirvara í 3. kafla ritgerða sem samdar eru undir merki eigindlegrar aðferðafræði að „ekki megi alhæfa út frá reynslu hinna fáu viðmælenda á þýðið“. Þessi varnagli gleymist þó einatt í 5. kafla slíkra ritgerða þegar höfundur tekur að draga víðtækar ályktanir af niðurstöðum sínum, til dæmis um kennara, nemendur eða foreldra al- mennt. Ekki þarf að leita langt yfir skammt að dæmum um þetta þar sem við sjálfir höfum átt leiðsagnaraðild að mörgum slíkum ritgerðum og erum því síst undan- skildir sök að þessu leyti. Úti í hinum stóra heimi virðist þeim fjölga sem líta á valið milli hinnar gengis- felldu eðlisfræði megindlegra rannsókna og uppblásnu einstaklingshyggju eigind- legra rannsókna sem afarkosti. Heimspek- ingar og kennilega sinnaðir félagsfræð- ingar eiga til dæmis erfitt með að staðsetja sig með tilliti til þessara kosta og upplifa sig oft sem þorska á þurru landi í aðferða- fræðinámskeiðum (sjá t.d. Suissa, 2006). Efasemdir um þessa afarkosti snúast þá ýmist um að greinarmunurinn á milli þeirra sé „eigindlega óþarfi í megindatrið- um“ (Sigurður J. Grétarsson, 2003) eða að hugsanlega séu til vísindalega marktækar aðferðir, svo sem hugtakagreining eða söguleg orðræðugreining, sem falli undir hvorugan flokkinn (Ingólfur Á. Jóhann- esson, 2010; Kristján Kristjánsson, 2003). Í næsta kafla þessarar ritgerðar kynnum við hugmyndir fræðimanna sem ganga út frá því að sumar markverðustu rannsóknir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.