Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 16

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 16
16 Gunnlaugur Sigurðsson og Kristján Kristjánsson hugtaka í hversdagsmáli. Aðferðafræðileg tillaga hans var einmitt sú að sálfræðingar og aðrir félagsvísindamenn sinntu af kappi rannsóknum í hagnýtum málvísindum sálarlífshugtaka! Þótt Smedslund yrði ekki að ósk sinni og væri jaðraður (ef ekki bein- línis jarðaður) af kollegum sínum urðu hugmyndir hans til að auka næmi sálfræð- inga fyrir fylgni sem væri „of sterk“ til að geta talist eðlilegt raunsamband. Ryan og Deci (2001) benda til dæmis réttilega á að það jaðri við „tvítuggu“ (e. tautology) að halda því fram, eins og oft hefur verið gert, að sterkt samband sé milli persónuleika- þáttarins ofurviðkvæmni (e. neuroticism) í fimm þátta líkaninu alkunna um persónu- leika (e. Big Five) og óhamingju, eins og hún er einatt mæld í spurningalistum um huglæga hamingju – eða milli annars per- sónuleikaþáttar, úthverfu (e. extraversion), og huglægrar hamingju. Ástæðan er sú að persónuleikaþættirnir eru líka ákvarðaðir út frá svörum við spurningalistum og svo vill til að nánast sömu spurningarnar eru notaðar til að leiða í ljós ofurviðkvæmni og óhamingju annars vegar og úthverfu og hamingju hins vegar. Vart þarf að taka það fram að það eru röktengsl en ekki ein- ungis rauntengsl milli þess að svara sömu spurningum eins. Því miður er sjaldan eða aldrei minnst á kenningu Smedslunds í aðferðafræðibók- um í félagsvísindum. Sama máli gegnir um heimspekinginn Ludwig Wittgenstein og helsta lærisvein hans innan félagsvís- inda, félagsfræðinginn Peter Winch, þó að íhuganir þeirra um félagslega merkingu hafi beina aðferðafræðilega skírskotun. Wittgenstein hafði mun minni áhuga en Smedslund á merkingu eins og hún birtist í opinberum orðabókum um hversdags- lega málnotkun; fyrir honum var merking oft sýnd veiði fremur en gefin. Sem ungur maður hafði Wittgenstein aðhyllst svokall- aða myndakenningu um merkingu, sem gerir ráð fyrir að merking setningar sé einhvers konar mynd af skynjaðri tilvísun hennar. Hjá svokölluðum „síð-Wittgen- stein“ (1953) er myndakenningunni kastað fyrir róða en í staðinn kemur leikjahug- mynd: Merking setningar er ekkert annað en notkun hennar í félagslegum málleikj- um (e. language games). Merkingarheimur er veruleikinn með tilliti til þeirrar merk- ingar sem hann hefur fyrir leikendurna í viðkomandi málleik: það sem hann er fyrir viðkomandi aðilum (þótt þeir geri sér oft ekki glögga grein fyrir merkingunni sjálfir og þurfi hjálp heimspekilegra „þerapista“ á borð við Wittgenstein til að laða hana fram). Merking og veruleiki eru þannig, að dómi Wittgensteins (1953), umfram allt félagsleg hugtök. Ég einn hef, til dæmis, ekki beinan aðgang að eigin skynjunum, jafnvel ekki eigin sársauka. Sársaukinn er ekki „bjalla í boxi“ innan eigin hugar- heims míns sem ég einn þekki milliliða- laust. Þvert á móti læri ég hvað er „sárs- auki“ með því að læra á notkunarreglur hugtaksins í mínum félagslega málleik. Einkamál manns um eigin skynjanir – það er mál sem hann býr til eftir reglum sem enginn annar gæti mögulega skilið utan frá – er ómögulegt vegna þess að reglur eru félagslegt fyrirbæri. Maðurinn býr í rými reglna og ástæðna (e. space of rea- sons) og félagsvísindi hafa það meginhlut- verk að afhjúpa þetta reglukerfi og draga fram hulda „málfræði“ þess (sjá t.d. Brink- mann, 2006). Það liggur í eðli merkingar,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.